Veitingarýni
Amerískur grill matseðill á Officeraklúbbnum – Veitingarýni
Það var í lok maí s.l. sem að Hátíð bjórsins var haldin í þriðja sinn og að þessu sinni í hinu stórglæsilega húsnæði Officeraklúbbsins, Ásbrú, Reykjanesbæ.
Eftir bjórkynninguna, var boðið upp á ekta Amerískan grill matseðill sem var eftirfarandi:
„Hot wings“ kjúklingavængir sem stóðu alveg fyrir sínu, bragðsterkir og góðir með hinu hefbundna meðlæti sellerístöngum og gráðostasósu.
Grillaðir tex mex hamborgarar sem voru virkilega djúsí með salsa, osti, rauðlauk, agúrkum, tómötum, sætu sinnepi og mæjó.
BBQ kjúklingasamloka með osti, rauðlauk, agúrkum, tómötum og hunangssósu rann ljúflega niður og til gamans má geta að brauðið er bakað af matreiðslumeisturum Menu veitinga.
Sesar salatið var á sínum stað og var borið fram með kjúklingi, ansjósudressingu, en passa verður upp á að baða ekki salatið með dressingu, því að salatið á það til að verða mjúkt eftir smástund, heldur frekar bjóða gestum að hella dressingunni sjálfir yfir, annars gott salat.
Svo var komið að hátindinum „Fall of the bone“ BBQ grísarifin, virkilega bragðgóð rif.
Veitingageirinn.is forvitnaðist um hvernig rifin eru gerð hjá þeim á Menu veitingum og var Ásbjörn svo elskulegur að gefa það upp. Rifin eru fyrst hreinsuð, krydduð og lagðar í djúpar gastrópönnur ofan á grind og upp á rönd þannig að myndist bil á milli þeirra. Því næst er nautakjötsoð sett í botninn og „liquid smoke“ plastfilma, álpappír og í ofninn á 120 c° í 4 klukkustundir. Kælt, penslað með smjöri og grillað, penslað með BBQ á grillinu.
Að auki var meðlætið: franskar og bakaðar kartöflur, mexíkóskt hrásalat, maískorn, three bean salat, quacamole og tómatsalsa. Alveg til fyrirmyndar öll umgjörðin, flottir kokkar og þjónar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða