Vertu memm

Veitingarýni

Amerískur grill matseðill á Officeraklúbbnum – Veitingarýni

Birting:

þann

Bjarni Sigurðsson og Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistarar Menu veitinga

Bjarni Sigurðsson og Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistarar Menu veitinga

Það var í lok maí s.l. sem að Hátíð bjórsins var haldin í þriðja sinn og að þessu sinni í hinu stórglæsilega húsnæði Officeraklúbbsins, Ásbrú, Reykjanesbæ.

Eftir bjórkynninguna, var boðið upp á ekta Amerískan grill matseðill sem var eftirfarandi:

"Hot wings" kjúklingavængir

„Hot wings“ kjúklingavængir

„Hot wings“ kjúklingavængir sem stóðu alveg fyrir sínu, bragðsterkir og góðir með hinu hefbundna meðlæti sellerístöngum og gráðostasósu.

Grillaðir tex mex hamborgarar

Grillaðir tex mex hamborgarar

Grillaðir tex mex hamborgarar sem voru virkilega djúsí með salsa, osti, rauðlauk, agúrkum, tómötum, sætu sinnepi og mæjó.

BBQ kjúklingasamloka

BBQ kjúklingasamloka

BBQ kjúklingasamloka með osti, rauðlauk, agúrkum, tómötum og hunangssósu rann ljúflega niður og til gamans má geta að brauðið er bakað af matreiðslumeisturum Menu veitinga.

Sesar salat

Sesar salat

Sesar salatið var á sínum stað og var borið fram með kjúklingi, ansjósudressingu, en passa verður upp á að baða ekki salatið með dressingu, því að salatið á það til að verða mjúkt eftir smástund, heldur frekar bjóða gestum að hella dressingunni sjálfir yfir, annars gott salat.

"Fall of the bone" BBQ grísarif

„Fall of the bone“ BBQ grísarif

Svo var komið að hátindinum „Fall of the bone“ BBQ grísarifin, virkilega bragðgóð rif.

Veitingageirinn.is forvitnaðist um hvernig rifin eru gerð hjá þeim á Menu veitingum og var Ásbjörn svo elskulegur að gefa það upp. Rifin eru fyrst hreinsuð, krydduð og lagðar í djúpar gastrópönnur ofan á grind og upp á rönd þannig að myndist bil á milli þeirra. Því næst er nautakjötsoð sett í botninn og „liquid smoke“ plastfilma, álpappír og í ofninn á 120 c° í 4 klukkustundir. Kælt, penslað með smjöri og grillað, penslað með BBQ á grillinu.

 

Að auki var meðlætið: franskar og bakaðar kartöflur, mexíkóskt hrásalat, maískorn, three bean salat, quacamole og tómatsalsa. Alveg til fyrirmyndar öll umgjörðin, flottir kokkar og þjónar.

Aðstandendur Bjórsafns Íslands mættu á svæðið og sýndu þetta einstaka safn af bjórum.

Aðstandendur Bjórsafns Íslands mættu á svæðið og sýndu þetta einstaka safn af bjórum.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið