Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur
Aðstandendur Steikhússins í Tryggvagötu vinna nú hörðum höndum að því að opna nýjan veitingastað í enda apríl við Aðalstræti 2, þar sem Rub 23 var áður húsa.
Á veitingastaðnum sem hefur fengið nafnið Kjallarinn verður megináhersla lögð á fiskmeti en kjöt-, og jafnvel grænmetisréttum verður gert hátt undir höfði. Eldhúsið er nú eftir breytingar búið kolaofni og einnig franskri plancha og er matseðli skipt niður eftir því hvor leiðin er notuð við hvern rétt.
Eldhúsið er ekki eyland og koma barþjónar að þróun seðilsins og matreiðslumenn að þróun drykkjarseðilsins, þar sem stefnt er á að para saman drykk og mat til að hámarka ánægjuna.
Eigendur Kjallarans eru Tómas Kristjánsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Níels Hafsteinsson og Eyjólfur Gestur Ingólfsson.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt1 dagur síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






