Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Gestakokkur á Nauthól | „…þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund á Nauthól“

Birting:

þann

F.v. Ragnar Guðmundsson matreiðslumaður - vaktstjóri, Ari Posocco yfirmatreiðslumaður og Victor Holm Gestakokkur frá Gautaborg

F.v. Ragnar Guðmundsson matreiðslumaður – vaktstjóri, Ari Posocco yfirmatreiðslumaður og Victor Holm Gestakokkur frá Gautaborg

Í tilefni af konudeginum s.l. þá breytti veitingastaðurinn Nauthóll aðeins til og fengu til sín gestakokkinn Victor Holm. Hann kom frá hinum geysivinsæla Barabicu Pan American Grill í Gautaborg og hefur m.a. starfað áður á tveimur af bestu veitingastöðum í borginni, Michelin-staðnum Thörnströms Kök og hinum heimsfræga Linnéa Art Restaurant.

Matreiðslumenn Nauthóls og Holm buðu upp á glæsilegan matseðil að þessu tilefni þar sem ný-norrænir straumar ráða ferð og íslenska lambið og hekluborri fá meðal annars að njóta sín.

Matseðillinn var eftirfarandi:

Lystauki Hörpuskel í einiberjasítrusvinaigrette, eplasellerírótargel og gúrkur

Lystauki
Hörpuskel í einiberjasítrusvinaigrette, eplasellerírótargel og gúrkur

Svolítið sérstakur, en frískandi og mildur

Forréttur. Hægeldaður hekluborri (tilapia) sætkartöflumauk, steiktir sveppir, fenell, kerfilolía og humargljái

Forréttur.
Hægeldaður hekluborri (tilapia) sætkartöflumauk, steiktir sveppir, fenell, kerfilolía og humargljái

Ekki sá fallegasti, en yndisleg eldun á fiskinum og meðlæti sómaði sér vel með.

Aðalréttur Steikt lambafille og hægeldaður rifinn lambaskanki í brickdeigi, steiktar kartöflur, sýrðir perlulaukar, grænkál og rauðbeðugljái

Aðalréttur
Steikt lambafille og hægeldaður rifinn lambaskanki í brickdeigi, steiktar kartöflur, sýrðir perlulaukar, grænkál og rauðbeðugljái

Þetta er sá albesti lambaréttur sem ég hef smakkað á ævinni, skankinn í brickdeiginu var á heimsmælikvarða, skemmtilegt útspil með grænkálið.

Eftirréttur Bakað mjólkursúkkulaði með kardimommuís og eplum

Eftirréttur
Bakað mjólkursúkkulaði með kardimommuís og eplum

Enn og aftur komu þeir okkur á óvart, þessi var svakalega góður og gaf aðalréttinum lítið eftir.

Þjónustan var frábær og staðnum til mikils sóma, þetta var virkilega ánægjuleg kvöldstund á Nauthól og ef þessi Svíi kemur aftur þá er ég mættur.

Takk fyrir okkur.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið