Foodexpo
Síðasta tímaæfing Viktors í gær | Næst er það Matreiðslumaður Norðurlanda
Matvælasýningin Foodexpo í Herning Danmörku hefst á morgun 16. mars og stendur yfir til 18. mars næstkomandi. Samhliða sýningunni verða fjölmargar keppnir, hjá kjötiðnaðarmönnum, keppnin um titilinn Matreiðslumaður Danmörku, súkkulaðikeppni hjá dönskum matreiðslunemum, Norðurlandamót í súkkulaði listaverkum svo fátt eitt sé nefnt.
Viktor Örn Andrésson Matreiðslumaður ársins 2013 og yfirmatreiðslumaður Bláa Lónsins, keppir um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda á þriðjudaginn 18. mars n.k. og hefur æft stíft síðastliðnar tvær vikur. Viktor er búinn að taka fjórar tímaæfingar, á fyrstu æfingu fór Viktor aðeins yfir tíma en næstu þrjár var hann alveg á tíma. Viktor tók síðustu tímaæfinguna í gær og var hann hress í samtali við veitingageirinn.is og ánægður með æfinguna.
Keppnisfyrirkomulag er leyndarkarfa (Mistery basket). Hver keppandi hefur 4 tíma í undirbúning og skila þá forréttunum á diskum og 6 skammta á fati, klukkutíma síðar er aðalrétturinn skilaður á diskum og eftir 1 klst og 15 mín. er eftirrétturinn skilaður á diskum til dómara og eru það þá samtals 6 klukkustundir og 15. mínútur sem keppendur hafa til að elda fyrir 12 manns.
Það eru 10 keppendur, tveir frá hverju Norðurlandi, Viktor keppir fyrir hönd Íslands og Óðinn Birgir Árnason keppir í Young chefs (Wild card). Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður dæmir fyrir hönd Ísland. Samhliða keppnunum Matreiðslumaður Norðurlanda og Young chefs fer fram Framreiðslumaður Norðurlanda.
Viktor og allir þeir íslendingar sem fara til Danmerkur á FoodExpo fljúga út á morgun sunnudaginn 16. mars.
Veitingageirinn.is verður á vaktinni, fylgist vel með. Við hvetjum alla þá sem fara á Foodexpo að tagga #veitingageirinn á Instagram myndirnar sínar.
Myndir: Þráinn Freyr Vigfússon
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






