Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi á Múlaberg Bistro & Bar
Mars fundur KM. Norðurland var haldinn þriðjudaginn 11. mars s.l. á Múlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea. Fundurinn var í boði Norðlenska, þar komu Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri og Reynir Eiríksson framleiðslustjóri frá Norðlenska og héldu stuttan fyrirlestur um þurrverkun ásamt því að segja frá nýjungum í þeirra framleiðslu.
Boðið var uppá forréttaplatta frá Norðlenska, þar var m.a. el torro nautavöðvi og íslensk hráskinka.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lambaprime með sveppum, ofnbökuðum hvítlauk og kartöflusmælki.
Einar Geirsson bauð sig fram í stjórn KM. Norðurland og voru allir samþykktir því.
Úr stjórn fara Hallgrímur Sigurðarson og Borghildur María Bergvinsdóttir, þökkum þeim fyrir góð störf.
Í stjórn KM. Norðurland 2014-2015 eru: Júlía Skarphéðinsdóttir, Örn Svarfdal, Kristinn Jakobsson, Guðbjartur Fannar Benediktson, Magnús Örn Friðriksson og Einar Geirsson.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við Norðlenska kærlega fyrir fundinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF