Markaðurinn
Ferskt, stökkt og ómótstæðilegt – Salat með mozzarella og jarðarberjum
Vetur, sumar, vor og haust – það er alltaf rétta árstíðin fyrir gott salat. Mozzarellaperlurnar smellpassa með ljúffengri dressingunni, ferskum jarðarberjum og stökkri parmaskinkunni.
(fyrir 2)
Innihald:
1 bakki blandað salat
1 bakki jarðarber
4 stórar sneiðar parmaskinka
1 stk. avocado
1 dós Mozzarella perlur
Salatdressing:
2 msk. 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. ólífuolía
2 msk. sítrónusafi
1 msk. hunang
Salt og pipar
Aðferð:
1. Leggið parmaskinkusneiðar á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í 175 gráðu heitum ofni þar til skinkan er stökk, u.þ.b. 10-15 mínútur.
2. Skerið niður salat, jarðarber og avocado og setjið í fallegar skálar eða eina stóra salatskál.
3. Pískið öllu hráefninu í salatsósuna saman og dreifið yfir salatið.
4. Toppið að lokum með stökkri skinkunni og mozzarella perlum.
Kynning
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






