Markaðurinn
36% sýrður rjómi kominn aftur á markað
Vegna mikillar eftirspurnar er sýrður rjómi með 36% fituinnihaldi nú loks fáanlegur aftur. Sýrður rjómi hentar sérstaklega vel í sósur, súpur og hverskonar matargerð. Einnig er hann mjög góður sem ídýfa og smellpassar fyrir þá sem eru á ketó mataræði.
Sýrði rjóminn er framleiddur í vinnslustöð MS á Selfossi og er að sjálfsögðu einnig fáanlegur í 5 lítra fötum fyrir veitingahús og stórnotendur. Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlega hafið samband við sölumenn MS í síma 450-1111.
Til gamans látum við fylgja með uppskrift að frábæru avókadósalati þar sem sýrði rjóminn setur punktinn yfir i-ið.
Avókadósalat með eggjum og sýrðum rjóma
2 lítil avókadó, hreinsuð og skorin í teninga
6 harðsoðin egg, skorin í báta
8 beikonsneiðar
2 msk. 36% sýrður rjómi frá MS
2 msk. majónes (má sleppa)
2 tsk. sítrónusafi
1/2 bolli ferskt kóríander
salt og pipar eftir smekk
Blandið saman í skál; eggjabátum avókadóteningum, beikoni, sýrðum rjóma, majónesi, kóríander og sítrónusafa. Skreytið með beikoni og kóríander. Borðið með grófu brauði eða sem salat.
Fyrir þá sem eru á LKL- eða Ketó-mataræði er upplagt að rúlla salatinu upp í kálblöð og njóta þannig.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast