Markaðurinn
36% sýrður rjómi kominn aftur á markað
Vegna mikillar eftirspurnar er sýrður rjómi með 36% fituinnihaldi nú loks fáanlegur aftur. Sýrður rjómi hentar sérstaklega vel í sósur, súpur og hverskonar matargerð. Einnig er hann mjög góður sem ídýfa og smellpassar fyrir þá sem eru á ketó mataræði.
Sýrði rjóminn er framleiddur í vinnslustöð MS á Selfossi og er að sjálfsögðu einnig fáanlegur í 5 lítra fötum fyrir veitingahús og stórnotendur. Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlega hafið samband við sölumenn MS í síma 450-1111.
Til gamans látum við fylgja með uppskrift að frábæru avókadósalati þar sem sýrði rjóminn setur punktinn yfir i-ið.
Avókadósalat með eggjum og sýrðum rjóma
2 lítil avókadó, hreinsuð og skorin í teninga
6 harðsoðin egg, skorin í báta
8 beikonsneiðar
2 msk. 36% sýrður rjómi frá MS
2 msk. majónes (má sleppa)
2 tsk. sítrónusafi
1/2 bolli ferskt kóríander
salt og pipar eftir smekk
Blandið saman í skál; eggjabátum avókadóteningum, beikoni, sýrðum rjóma, majónesi, kóríander og sítrónusafa. Skreytið með beikoni og kóríander. Borðið með grófu brauði eða sem salat.
Fyrir þá sem eru á LKL- eða Ketó-mataræði er upplagt að rúlla salatinu upp í kálblöð og njóta þannig.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum