Smári Valtýr Sæbjörnsson
114 herbergja hótel á Húsavík
Framkvæmdir við stækkun á Fosshótel Húsavík eru hafnar og áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016. Miklar breytingar standa til, en herbergjum á hótelinu fjölgar um 44 og verða 114 eftir stækkun.
Jafnframt verða þrír nýir fundarsalir í kjallara hótelsins ásamt veitingaaðstöðu. Þá mun móttaka taka miklum breytingum auk þess sem eldri herbergi verða endurbætt. Fosshótel hafa rekið hótel á Húsavík um árabil og hafa miklar endurbætur verið gerðar á hótelinu síðustu misseri.
Hótelið verður allt hið glæsilegasta, en mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu á Húsavík og nágrenni á undanförnum árum og því tímabært að fara af stað með þessa framkvæmd.
Fosshótel er keðja hótela hringinn í kring um landið og er hluti af Íslandshótelum. Fosshótelin eru í dag 10 talsins en mun fjölga um eitt næsta sumar þegar Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi opnar. Fosshótel Reykjavík verður stærsta hótel landsins, first class hótel með 320 herbergjum.
Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park








