Smári Valtýr Sæbjörnsson
114 herbergja hótel á Húsavík
Framkvæmdir við stækkun á Fosshótel Húsavík eru hafnar og áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016. Miklar breytingar standa til, en herbergjum á hótelinu fjölgar um 44 og verða 114 eftir stækkun.
Jafnframt verða þrír nýir fundarsalir í kjallara hótelsins ásamt veitingaaðstöðu. Þá mun móttaka taka miklum breytingum auk þess sem eldri herbergi verða endurbætt. Fosshótel hafa rekið hótel á Húsavík um árabil og hafa miklar endurbætur verið gerðar á hótelinu síðustu misseri.
Hótelið verður allt hið glæsilegasta, en mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu á Húsavík og nágrenni á undanförnum árum og því tímabært að fara af stað með þessa framkvæmd.
Fosshótel er keðja hótela hringinn í kring um landið og er hluti af Íslandshótelum. Fosshótelin eru í dag 10 talsins en mun fjölga um eitt næsta sumar þegar Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi opnar. Fosshótel Reykjavík verður stærsta hótel landsins, first class hótel með 320 herbergjum.
Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi