Smári Valtýr Sæbjörnsson
114 herbergja hótel á Húsavík
Framkvæmdir við stækkun á Fosshótel Húsavík eru hafnar og áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016. Miklar breytingar standa til, en herbergjum á hótelinu fjölgar um 44 og verða 114 eftir stækkun.
Jafnframt verða þrír nýir fundarsalir í kjallara hótelsins ásamt veitingaaðstöðu. Þá mun móttaka taka miklum breytingum auk þess sem eldri herbergi verða endurbætt. Fosshótel hafa rekið hótel á Húsavík um árabil og hafa miklar endurbætur verið gerðar á hótelinu síðustu misseri.
Hótelið verður allt hið glæsilegasta, en mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu á Húsavík og nágrenni á undanförnum árum og því tímabært að fara af stað með þessa framkvæmd.
Fosshótel er keðja hótela hringinn í kring um landið og er hluti af Íslandshótelum. Fosshótelin eru í dag 10 talsins en mun fjölga um eitt næsta sumar þegar Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi opnar. Fosshótel Reykjavík verður stærsta hótel landsins, first class hótel með 320 herbergjum.
Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn








