Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

114 herbergja hótel á Húsavík

Birting:

þann

114 herbergja hótel á Húsavík

Framkvæmdir við stækkun á Fosshótel Húsavík eru hafnar og áætlað er að þeim ljúki eftir áramótin 2016.  Miklar breytingar standa til, en herbergjum á hótelinu fjölgar um 44 og verða 114 eftir stækkun.

Jafnframt verða þrír nýir fundarsalir í kjallara hótelsins ásamt veitingaaðstöðu.  Þá mun móttaka taka miklum breytingum auk þess sem eldri herbergi verða endurbætt.  Fosshótel hafa rekið hótel á Húsavík um árabil og hafa miklar endurbætur verið gerðar á hótelinu síðustu misseri.

114 herbergja hótel á Húsavík

114 herbergja hótel á Húsavík

Hótelið verður allt hið glæsilegasta, en mikill uppgangur hefur verið í ferðaþjónustu á Húsavík og nágrenni á undanförnum árum og því tímabært að fara af stað með þessa framkvæmd.

Fosshótel er keðja hótela hringinn í kring um landið og er hluti af Íslandshótelum.  Fosshótelin eru í dag 10 talsins en mun fjölga um eitt næsta sumar þegar Fosshótel Reykjavík á Höfðatorgi opnar. Fosshótel Reykjavík verður stærsta hótel landsins, first class hótel með 320 herbergjum.

 

Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið