Frétt
Yfirlýsing SVEIT vegna hertra aðgerða
Yfirlýsing frá SVEIT (samtök fyrirtækja á veitingamarkaði) vegna hertra aðgerða ríkisstjórnar:
Yfirlýsing SVEIT vegna hertra aðgerða
Samtökin lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að tilkynnt var, eftir ríkisstjórnarfund í dag, að enn hertari aðgerðir taki gildi 23. desember og enn og aftur án þess að tilkynnt sé um nokkur úrræði fyrir greinina samhliða skerðingu á starfsemi.
Krefst SVEIT þess að viðurkennt verði mikilvægi greinarinnar með því að takast á við þann alvarlega vanda sem blasir við með beinum, hnitmiðuðum og sértækum úrræðum í þeim tilgangi að bæta það tjón sem hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft á rekstrarumhverfi, samkeppnishæfni og aðdráttarafl veitingageirans.
Undanfarin ár hafa verið lagðar þungar hömlur á starfsemi greinarinnar sem hafa lýst sér í miklu brottfalli og óvissu.
Vonbrigði SVEIT vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar varðandi hertar aðgerðir þann 21.desember lúta fyrst og fremst að:
-
- Vöntun úrræða.
Að bein sértæk úrræði séu ekki kynnt á sama tíma og hertar aðgerðir skapar enn meiri óvissu og ófyrirsjáanleika fyrir þá 1.000 rekstraraðila og 10.000 starfsmenn sem starfa innan veitingageirans. - Tekjutap.
Ljóst er að tekjutap verður enn meira en búist var við.
Fyrir yfirvofandi takmarkanir var spáð 40 milljarða tekjutapi en nú þegar jólunum hefur verið aflýst, annað árið í röð er ljóst að það verður enn hærra. Jól og áramót eru gríðarlega annasöm vertíð fyrir veitingageirann og á þessum 4-6 vikum hefur mikill meirihluti fyrirtækja safnað sér tekjum til að takast á við fyrsta ársfjórðung næsta árs sem er sá rólegasti í veitingrekstri. - Viðbragðstíminn er enginn, við það eykst skuldasöfnun enn frekar og hratt.
Ljóst er að í kjölfar aðgerða geta rekstraraðilar ekki brugðist nógu hratt við til að geta minnkað kostnað sem leiðir til taps. Óboðlegt er að rekstraraðilar taki það þunga högg sem afleiðing sóttvarnaraðgerða hefur með beinum hætti á starfsemi, starfsumhverfi og ekki síst starfsöryggi greinarinnar.
- Vöntun úrræða.
Ástandið á veitingamarkaði er gríðarlega alvarlegt, þar sem sóttvarnaraðgerðir hafa frá degi eitt, haft bein áhrif á starfsemi þar sem rauði þráður þeirra er að takmarka að fólk komi saman þar sem vínveitingar eru seldar.
Nú þegar við siglum inn í þriðja ártal Covid-19 er varla hægt að tala um fordæmalausa tíma. Er það ósk SVEIT að viðeigandi aðgerðaáætlun verið hönnuð með það fyrir augum að rekstraraðilar öðlist öryggi og stöðuleika þegar gripið er til sóttvarnaraðgerða. Þar sem viðeigandi úrræði verða í boði strax og gripið er til aðgerða.
Virðingarfyllst fyrir hönd SVEIT,
Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri
Sjá einnig:
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni