Uppskriftir
Vinsælustu kryddjurtirnar í garðinum
- Dill Hægt er að rækta dill inni í eldhúsglugga og klippa af því eftir þörfum.
- Kerfill er fallegur og er með gott anís bragð.
- Garðablóðberg. Garðablóðberg er auk þess notað í pottrétti, kryddolíur og edik, brauð, ferskt í salöt eða sem álegg á brauð svo eitthvað sé nefnt.
- Steinselja teinselja þolir illa suðu þannig að nota þarf hana undir lok matreiðslunnar. Hún hentar í fjölmarga rétti, út á salat, til að strá yfir kartöflur og krydda smjör.
- Kóríander. Það er mikið notað í austurlenskri matargerð.
- Graslaukur Þægilegt er að klippa af henni blöð eftir þörfum.
- Piparminta. Piparminta er notuð fersk eða þurrkuð til að gera te. Setjið 2 matskeiðar af þurrkuðum blöðum í einn ketil af sjóðandi vatni, látið standa í 15 mín og síið blöðin frá.
Fróðleikur um önnur krydd
Kúmen. Fræið er notað til að krydda brauð, osta, súrkál, brennivín og einnig má gera með því kúmenkaffi.
Villtur kerfill getur orðið illgresi, það eru nokkrar tegundir, og er ein tegundin með mjög góðu anís bragði og er með mjög falleg blöð til skrauts og salat gerðar.
Fennel. Við nýtum af henni blöð og stöngla sem grænmeti og fræið sem krydd. Plantan öll ber með sér mildan anískeim. Blöðin eru notuð í salöt, kryddlegi, fiskisúpur og sósur.
Rósmarín. Það hentar vel að rækta rósmarin í pottum eða kerjum þar sem plantan þolir ágætlega að vaxa við takmarkað rótarrými auk þess sem það er hentugt ef flytja þarf plönturnar á milli staða.
Salvía Þá hentar hún í súpur, sósur og fiskrétti.
Piparrót. Nota má ung blöð í salöt. Ræktun á piparrót má hefja með því að kaupa sér heillega rót í matvöruverslun og setja niður í garðinn.
Skessujurt er skessujurt líkt við sellerí, oft kölluð villt sellerí. En hún er bragðsterk og varast ber að nota of stóra skammta.
Ætihvönn. Nú á tímum notum við hvönn fremur sem krydd en grænmeti.
Það var Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður sem tók saman.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð