Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vinirnir Hinrik, Sigurður og Viktor Örn opna Sælkeramat
Sælkeramatur er nýtt fyrirtæki á markaðnum sem býður upp á heildarlausnir í hádegis-, & kvöldverðum fyrir fyrirtæki ásamt því að vera með sérréttaseðil og léttar veitingar fyrir fundi og aðra viðburði innanhúss.
Mikil áhersla er lögð á ferskleika, bragð og eldun þannig að allt njóti sín sem best hverju sinni.
Eigendur eru engir aukvisar þegar kemur að veitingageiranum, en þeir eru Hinrik Örn Lárusson, Sigurður Helgason og Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistarar.
Sælkeramatur er staðsett í Bitruhálsi 2 þar sem Esja kjötvinnsla var áður til húsa og í sama húsnæði og Lux veitingar & Sælkerabúðin.
Það er allt komið á fullt hjá þeim félögum og sjá þeir nú um rekstur á fjölmörg mötuneytum fyrir fyrirtæki, ásamt sérlausnum og auka þjónustu. Sælkeramatur sér til að mynda um að útvega kæla og kalda rétti, skyrdrykki og fleira sem millimál. Sælkeramatur vinnur vel með fyrirtækjum þegar kemur að sérþörfum ofnæmis, óþols, trúarbragða eða lífstíls starfsmanna.
„Við erum bæði með sérbakað og forbakað. Við ætlum að bjóða upp á súrdeigshleifa sem aukaval, og við reynum að gera eins mikið sjálfir á staðnum og hægt er. Við erum að vinna í að bæta við úrvalið á síðdegis-lausnum, sem eru þá t.d. ávextir, súrdeigsbrauð & salöt svo fátt eitt sé nefnt.“
Sagði Viktor Örn í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um sérstöðu hjá Sælkeramat og ferskleikann:
„Við notum eingöngu ferskt grænmeti í matinn hjá okkur, leggjum mikið upp úr því að vera með ferskasta fisk og kjöt sem er aðgengilegt hverju sinni.“
Hvaða skilmálar eru hjá ykkur fyrir afgreiðslustað, þ.e. þurfa að vera eldunargræjur, ofnar, hitaborð, leirtau osfr. eða sjáið þið um að skaffa það sem vantar?
„Það er í raun bæði, við aðlögum okkur að fyrirtækjum. Oftast eru stærri fyrirtæki með aðstöðu til að hita matinn og klára á staðnum sem er mun betra upp á gæðinn á matnum, en svo erum við líka að senda heitan mat sem fer í hita á staðnum.“
Fer næringarfræðingur yfir matseðla?
„Ekki eins og staðan er í dag, en þegar fram í sækir þá munum við vera á tánum og uppfæra okkur út frá kröfum viðskiptavinarins.“
Á meðal vinsæla rétta sem að Sælkeramatur býður upp á eru Shepards pie, steiktur fiskur, grillaður kjúklingur ofl. Verð á mat fer eftir því hvaða leið er valin og geta fyrirtæki gert samninga um gull, silfur eða brons þjónustu við Sælkeramat.
Um matreiðslumeistarana
Hinrik örn Lárusson
Hinrik Örn Lárusson er eigandi af Lux veitingum & og Sælkerabúðarinnar ásamt því að vera einn af stofnendum Sælkeramatar.
Hinrik Lærði fræði sína á Hótel Sögu þar sem hann starfaði frá árunum 2013-2018. Þar að auki hefur Hinrik starfað víðsvegar um landið bæði á hótelum og veitingastöðum.
Hinrik hefur verið með annan fótin í keppnis matreiðslu seinustu árin og hefur meðal annars keppt í nemakeppni Íslands og norðurlands, keppt með Íslenska Kokkalandsliðinu og í Bocuse d’Or teymi Íslands.
Sigurður Helgason
Sigurður Helgason hóf feril sinn á veitingahúsinu Perlunni árið 1998. Hann var valinn matreiðslunemi ársins árið 1999 og útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2001. Á árunum 1999 – 2001 starfaði Sigurður hjá Forseta embætti Íslands við veislu undirbúning undir sterkri leiðsögn Sturlu Birgissonar.
Að loknu námi hélt Sigurður til Lúxemborgar þar sem hann starfaði á Resturant Lea Linster´s í 6 mánuði en sá veitingastaður skartar einni Michelin stjörnu. Árið 2004 tók Sigurður við sem yfir matreiðslumaður á Skólabrú og starfaði þar til ársins 2006. Á árunum 2006 – 2010 fór Sigurður erlendis þar sem hann starfaði sem einkakokkur á Englandi, Írlandi og New York við góðan orðstír.
Árið 2010 snéri Sigurður aftur til starfa á Grillinu og árið 2011 tók hann við sem yfir matreiðslumaður Grillsins.
Sigurður hefur ferðast mikið til að skoða leiðandi veitingastaði og mótað þann matarstíl sem hann leggur upp með í matargerð sinni í dag. Hann hefur meðal annars heimsótt Capital Restaurant London, Foliage, Tom Aikens restaurant og La Noisette.
Árið 2004 – 2006 starfaði Sigurður með Íslenska kokkalandsliðinu, þar sem það vann til verðlauna á Ólympíuleikunum í Þýskalandi í Scot Hot í Glasgow og Basel í Swiss.
Sigurður keppti í Bocuse d´Or keppninni árið 2014 og lenti þar í 8. sæti.
Starfaði síðast á Lagardier á Keflavíkurflugvelli sem yfirmatreiðslumaður.
Viktor Örn Andrésson
Viktor Örn Andrésson lærði fræðin sína á Grillinu á Hótel Sögur og útskrifaðist árið 2004. Í dag er Viktor Örn landsþekktur kokkur, en eftir að hann útskrifaðist fór hann til Frakklands að vinna á einnar stjörnu Michelin veitingahúsi.
Hann var yfirmatreiðslumaður í 5 ár á veitingastaðnum Lava – Bláa lóninu, auk þess að hafa verið tengdur fleiri veitingastöðum á Íslandi. Hann hefur starfað með og þjálfað Kokkalandslið Íslands í tveimur keppnum, sem unnið hefur til gull- og silfurverðlauna.
Vann titilinn Kokkur Íslands árið 2013, hreppti titilinn Nordic Chef Of The Year 2015, 5. sæti í Bocuse d‘ Or Europe 2016. Þá vann hann til bronsverðlauna í matreiðslukeppninni Bocuse d´Or árið 2017 sem er ein sú virtasta í heimi.
Viktor starfar í dag hjá Lux veitingum & Sælkerabúðinni.
Myndir: aðendar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði