Frétt
Viltu hafa áhrif á spennandi nýjungum í Hörpu? – Bergmál bistro hættir
Fyrir rúmlega ári síðan opnaði nýr veitingastaður í Hörpu sem fékk nafnið Bergmál bistro og tók þar með við Smurstöðinni á fyrstu hæð Hörpunnar. Bergmál bistro hætti allri starfsemi nú á dögunum.
Sjá einnig:
Nú er auglýst eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum í Hörpu með nýju slagorði: Sláum nýjan tón í Hörpu.
Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni ætla forsvarsmenn Hörpunnar að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.
Harpa er einn fjölsóttasti áfangastaður Reykjavíkur, miðstöð mannlífs og menningar þar sem um 1.200 viðburðir eru haldnir á ári.
Starfsemin í Hörpu
Starfsemin í Hörpu er bæði kraftmikil og fjölbreytt.
Á liðnu ári voru tónleikar og listviðburðir alls um 425, ríflega 400 ráðstefnur, fundir og tengdir viðburðir voru haldnir, og listviðburðum fyrir ferðamenn fjölgaði mikið á milli ára. Þá var Sinfóníuhljómsveit Íslands með 108 tónleika og er lang stærsti einstaki viðburðarhaldarinn í húsinu. Íslenska óperan, sem einnig á sitt fasta aðsetur í Hörpu, var með 16 viðburði.
Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur voru alls 144 sem er tvöföldun á milli ára.
Skilafrestur
7. október
Skilafrestur veitingaþjónustu.
19. október
Skilafrestur verslunar, þjónustu og upplifunar.
Tímarammi verkefnis er út árið 2021.
Frekari fyrirspurnir á [email protected]
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi