Veitingarýni
Villibráðahlaðborðið í Turninum – Nítjánda | Mæli eindregið með þessu
Lífið er yndislegt og býður alltaf upp á helling af óvæntum uppákomum, eða allavega svona þegar horft er til baka. Þegar Freisting hringdi til mín í fyrradag og spurði hvort ég væri ekki til í að taka stutta gagnrýni á 19. hæðina, þar sem þeir voru að fara á stað með villibráðar hlaðborð, var ég ekki alveg til svona fyrsta kastið. Sjálfur með 400 manna árshátíð í eldhúsinu mér og langt frá því að vera á áætlun. Var ekki alveg á þeim buxunum, en eftir mikið japl og jum ákvað ég að slá til, enda gerði ég ráð fyrir að komast mikið lengra með undirbúninginn en raunin varð.
Megnið af deginum velti ég því síðan fyrir mér hvernig ég ætti að komast undan því að fara, en ég er maður orða minn, og verð víst að fara snemma upp á morgun (laugardaginn 12. okt. 2013) til að ná í skottið á sjálfum mér, og klukkan 18:00 í gær var ég mættur á 19. hæðinni í villibráðar hlaðborðið.
En eins og sagði í upphafi, þá er lífið fullt af óvæntum uppákomum og þetta kvöld var eitt af þessum óvæntu kvöldum, fullt af ánægju. Ég ákvað að taka son minn með sem er 15 ára, langaði að sjá hvernig villibráðin legðist í unglinginn. Ungling með frekar „viðkvæma“ bragðlauka og þá sérstaklega fyrir dökku og bragðsterku kjöti. Hann er svo sem uppalinn á hótelum og veitingastöðum út um alla Skandinavíu svo hann vissi að hverju hann gekk og var virkilega spenntur, og það var einnig þess virði.
…….en núna finn ég að orðin byrja að flæða hömlu lítið og með öllum sínum villupúkum og ég sem lofaði að verða stuttorður. Ég ætla reyna frekar núna að láta myndirnar tala. Þó mig kitlar í fingurnar að lýsa glóðasteiktum sebrahes sem bara bráðnaði uppi í manni, eða akurhænu með koníakdöðlusósu sem kom gæsahúðinni af stað eða hreindýra surf og turf, sushi-rúllu sem var eitthvað nýtt eða hreindýramedalíu með koníaks bláberjasósu, bara svo ég nefni eitthvað.
Eða hvað þá með stutta lýsingu á eftirréttunum hans Axels sem ég tel vera næstbesta (má ekki segja besta) eftirréttar meistarann í bænum núna. Þar gæti ég hæglega farið með nokkrar síður án þess að hiksta. Fyrir utan að það má ekki heldur nota of mörg jákvæð lýsingaorð í sömu greininni, þetta er íslensk regla og kemur væntanlega frá DV.
En í fáum orðum sagt, kvöldið byrjaði á frábærri vínkynningu með Kjartani Lorange, reyndar mátti ég eiginlega ekki smakka en fékk mér samt örlítin sopa, virkilega góð vín á góðu verði. Hefði alveg geta haldið áfram þar lengur (ég veit nefnilega eiginlega ekkert um vín að mínu mati, en finnst þau samt góð).
Síðan velti maður sér upp úr frábæru hlaðborði, smekklega fram settu, bragðgóðu, fjölbreyttu og naut þjónustu bæði þjóna og kokka sem vissu nákvæmlega um hvað hlutirnir snérust. Eftirréttirnir voru bara síðan til að slá mann endanlega kaldan í gólfið og óska að kvöldið væri lengra og maginn stærri.
Gaurinn minn 15 ára, var enn að ræða um sína mögnuðu matarupplifun löngu seinna þegar ég sleppti honum út við skólann á leið á 10. bekkjarballið, vona samt að hann fái ekki áhuga á þessu starfi 🙂
Frábært kvöld, virkilega góður matur og fjölbreyttur, topp þjónusta hjá Guðmundi Jóhannssyni stórþjóni í salnum og Haraldi Antonssyni veitingastjóra.
Takk fyrir mig, og okkur, kæmi aftur ef ég ætti einhverntímann frí um helgar.
Mæli eindregið með þessu.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta10 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac