Vertu memm

Frétt

Viktor Örn eldaði dýrindis rétti úr íslensku hráefni á jólamarkaði í Strassborg

Birting:

þann

Jólamarkaður í Strassborg

Viktor Örn Andrésson

Mikill áhugi er á Íslandi í Strassborg í Frakklandi þessa dagana þar sem Ísland er heiðursgestur á einum elsta og stærsta jólamarkaði í heimi. Þetta er í 447. skipti sem markaðurinn er haldinn og er búist við að rúmlega tvær milljónir manna heimsæki markaðinn í desember.

Jólamarkaður í Strassborg

Markaðurinn opnaði 24. nóvember s.l. og verður opinn fram að jólum. Litla rauða Eldhúsið sem ferðast hefur víða, var flutt frá Barcelona á Place Gutenberg í miðjum gamla bænum í Strassborg. Ellefu íslensk fyrirtæki taka þátt í markaðnum og selja þar íslenskar vörur.

Jólamarkaður í Strassborg

Jólamarkaður í Strassborg

Athyglin á Ísland var nýtt til að kynna sjávarfang og fleiri matvæli frá Íslandi og var blaðamönnum boðið til málsverðar þar sem matreiðslumeistarinn Viktor Örn Andrésson eldaði dýrindis rétti úr íslensku hráefni.

Einnig gátu hlustendur útvarpsstöðvarinnar Top Music Radio tekið þátt í leik í aðdraganda opnunar markaðarins og fengu fimm vinningshafar boð í hádegisverð í Eldhúsinu. Gestir geta tekið með sér uppskriftabækling með þorskréttum en Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir þorsk frá Íslandi og var sérstök áhersla lögð á kynningu á þorskinum fyrir fjölmiðlafólkinu og almenningi.

Myndir: responsiblefisheries.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið