Frétt
Viktor Örn eldaði dýrindis rétti úr íslensku hráefni á jólamarkaði í Strassborg
Mikill áhugi er á Íslandi í Strassborg í Frakklandi þessa dagana þar sem Ísland er heiðursgestur á einum elsta og stærsta jólamarkaði í heimi. Þetta er í 447. skipti sem markaðurinn er haldinn og er búist við að rúmlega tvær milljónir manna heimsæki markaðinn í desember.
Markaðurinn opnaði 24. nóvember s.l. og verður opinn fram að jólum. Litla rauða Eldhúsið sem ferðast hefur víða, var flutt frá Barcelona á Place Gutenberg í miðjum gamla bænum í Strassborg. Ellefu íslensk fyrirtæki taka þátt í markaðnum og selja þar íslenskar vörur.
Athyglin á Ísland var nýtt til að kynna sjávarfang og fleiri matvæli frá Íslandi og var blaðamönnum boðið til málsverðar þar sem matreiðslumeistarinn Viktor Örn Andrésson eldaði dýrindis rétti úr íslensku hráefni.
Einnig gátu hlustendur útvarpsstöðvarinnar Top Music Radio tekið þátt í leik í aðdraganda opnunar markaðarins og fengu fimm vinningshafar boð í hádegisverð í Eldhúsinu. Gestir geta tekið með sér uppskriftabækling með þorskréttum en Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir þorsk frá Íslandi og var sérstök áhersla lögð á kynningu á þorskinum fyrir fjölmiðlafólkinu og almenningi.
Myndir: responsiblefisheries.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi