Frétt
Viktor Örn eldaði dýrindis rétti úr íslensku hráefni á jólamarkaði í Strassborg
Mikill áhugi er á Íslandi í Strassborg í Frakklandi þessa dagana þar sem Ísland er heiðursgestur á einum elsta og stærsta jólamarkaði í heimi. Þetta er í 447. skipti sem markaðurinn er haldinn og er búist við að rúmlega tvær milljónir manna heimsæki markaðinn í desember.
Markaðurinn opnaði 24. nóvember s.l. og verður opinn fram að jólum. Litla rauða Eldhúsið sem ferðast hefur víða, var flutt frá Barcelona á Place Gutenberg í miðjum gamla bænum í Strassborg. Ellefu íslensk fyrirtæki taka þátt í markaðnum og selja þar íslenskar vörur.
Athyglin á Ísland var nýtt til að kynna sjávarfang og fleiri matvæli frá Íslandi og var blaðamönnum boðið til málsverðar þar sem matreiðslumeistarinn Viktor Örn Andrésson eldaði dýrindis rétti úr íslensku hráefni.
Einnig gátu hlustendur útvarpsstöðvarinnar Top Music Radio tekið þátt í leik í aðdraganda opnunar markaðarins og fengu fimm vinningshafar boð í hádegisverð í Eldhúsinu. Gestir geta tekið með sér uppskriftabækling með þorskréttum en Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir þorsk frá Íslandi og var sérstök áhersla lögð á kynningu á þorskinum fyrir fjölmiðlafólkinu og almenningi.
Myndir: responsiblefisheries.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn1 dagur síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025














