Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Veitingastaðurinn Viðvík opnar
Viðvík er nýr veitingastaður, en hann opnaði í júlí s.l. Staðurinn er staðsettur við þjóðveginn á leið frá Hellissandi og eru það bræðurnir Gils Þorri og Magnús Darri ásamt mökum þeirra, Anítu Rut og Helgu sem stóðu að opnun Viðvíkur. Foreldrar bræðranna, hjónin Kristín Gilsfjörð og Sigurður V. Sigurðsson stóðu einnig að uppgerð, skipulagningu og framkvæmdum staðarins.
Viðvík tekur um 40 manns í sæti.
Um er að ræða gamalt hús sem var byggt árið 1942 og hefur verið gert upp og lítur alveg einstaklega vel út og býður staðurinn upp á frábært útsýni til Snæfellsjökuls, yfir Breiðafjörð og Krossavíkina.
Staðsetningin minnir aðeins á Michelin veitingastaðinn KOKS í Færeyjum eins og sjá má á meðfylgjandi google korti sem tekið var fyrir um 3 árum síðan. Gamla Viðvík húsið er fyrir miðju með rautt þak, en hefur nú verið tekið allt í gegn bæði innan og utan.
Gils Þorri Sigurðsson er yfirkokkur á Viðvík, hann er matreiðslumaður að mennt og sér einnig um rekstur fyrirtækisins, en hann lauk sveinsprófi árið 2014 frá Gallery restaurant/Hótel Holt. Gils hefur til að mynda tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins 2014.
Mat-, og vínseðillinn er flottur, hnitmiðaður, ekkert flækjustig og valkvíði í gangi:
„Delicious food and great service“
„The very best of service and quality“
„Gourmet dinner, beautiful house,great service and stunning location. Probably best carapaccio you’ll ever find“
, eru á meðal ummæla á TripAdvisor sem að gestir hafa skrifað um veitingastaðinn Viðvík.
Hér er um ræða veitingastað sem vert er að heimsækja. Viðvík er opinn frá 17:30 til 22:00 alla daga og lokað á mánudögum.
Myndir: facebook / Viðvík Restaurant og Lea Hrund

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss