Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður gjaldþrota
Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Fyrirtækið var í eigu Auðar I, sjóðs í rekstri Auðar Capital sem sameinaðist Virðingu í byrjun árs.
Það voru eigendur fyrirtækisins sem óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí síðastliðinn. Þrotabúið er komið í hendur skiptastjóra sem hefur auglýst eftir kröfum í þrotabúið.
Verslun og veitingastaðir Lifandi markaðar eru opin þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Jóhann H. Hafstein, skiptastjóri Lifandi markaðar, segir ekki útilokað að nýir eigendur komi að rekstrinum bráðlega, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptablaðsins vb.is.
Lifandi markaður rekur þrjár verslanir og veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lifandi markaðar sem liggur fyrir, þ.e. fyrir árið 2012, nam tap félagsins tæpum 44,5 milljónum króna. Það bættist við 47,3 milljóna tap árið 2011. Rekstrartap fyrir afskriftir nam tæpum 37 milljónum króna árið 2012 borið saman við 44 milljónir árið 2011. Eignir námu rúmum 229 milljónum króna en skuldir 199,4 milljónum króna. Eigið fé félagsins var jákvætt um tæpar 30 milljónir.
Greint frá á vb.is
Mynd: Smári
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Vín, drykkir og keppni2 klukkustundir síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé