Smári Valtýr Sæbjörnsson
Varað við tínslu á skel
Alexandrium og Dinophysis þörungar hafa greinst undanfarið í sjósýnum sem hafa verið tekin í Hvalfirði, Breiðafirði, Mjóafirði-eystri og Steingrímsfirði. Útbreiðsla þessara þörunga annars staðar við landið er ekki þekkt.
Það er því varað við tínslu á krækling (bláskel) og annarra skeltegunda við landið. Sú þumalfingurregla sem er þekkt að ekki skuli tína skel til neyslu í mánaðarheitum sem eru ekki með r er því í fullu gildi.
Alexandrium þörungar geta valdið PSP eitrun og Dinophysis þörungar DSP eitrun. Nánari upplýsingar um einkenni eru hér.
Tekið skal fram að kræklingur sem fer á markað sætir ströngu eftirliti og fer ekki á markað fyrr en sýnt hefur verið fram á að magn þörugnaeiturs sé innan þeirra marka sem sett hafa verið.
Hægt er að fylgjast með niðurstöðum þörungavöktunar á heimasíðum Matvælastofnunar og Hafrannsóknarstofnunar.
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni14 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu