Frétt
Varað við Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu
Matvælastofnun varar við neyslu á Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu sem Dai Phat flytur inn vegna aðskotaefna (lífræn leysiefni; esterar) sem fundust í olíunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum ACN evrópska hraðviðvörunarkerfið (sem áður hét RASFF) og upplýsti heilbrigðiseftirlitið.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Rizi
Vöruheiti: Reisöl
Strikanúmer: 8850345950490
Best fyrir: 11.03.2021
Nettómagn: 500 ml
Framleiðsluland: Holland
Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf.
Dreifing: Dai Phat Trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga henni eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“