Frétt
Varað við Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu
Matvælastofnun varar við neyslu á Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu sem Dai Phat flytur inn vegna aðskotaefna (lífræn leysiefni; esterar) sem fundust í olíunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum ACN evrópska hraðviðvörunarkerfið (sem áður hét RASFF) og upplýsti heilbrigðiseftirlitið.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Rizi
Vöruheiti: Reisöl
Strikanúmer: 8850345950490
Best fyrir: 11.03.2021
Nettómagn: 500 ml
Framleiðsluland: Holland
Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf.
Dreifing: Dai Phat Trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga henni eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?