Frétt
Varað við Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu
Matvælastofnun varar við neyslu á Rizi Reisöl hrísgrjónaolíu sem Dai Phat flytur inn vegna aðskotaefna (lífræn leysiefni; esterar) sem fundust í olíunni. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um innköllunina í gegnum ACN evrópska hraðviðvörunarkerfið (sem áður hét RASFF) og upplýsti heilbrigðiseftirlitið.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Rizi
Vöruheiti: Reisöl
Strikanúmer: 8850345950490
Best fyrir: 11.03.2021
Nettómagn: 500 ml
Framleiðsluland: Holland
Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf.
Dreifing: Dai Phat Trading ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga henni eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024