Frétt
Varað við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði – DSP þörungaeitur yfir viðmiðunarmörkum
Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði því DSP þörungaeitur greindist yfir viðmiðunarmörkum í honum.
DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.
Fulltrúi Matvælastofnunar safnaði kræklingi 22. september s.l. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur var 1150 mg/kg í kræklinginum og er það yfir viðmiðunarmörkum, sem eru 160 mg/kg.
Eru neytendur sterklega varaðir við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er. Stofnunin mun áfram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar óhætt verður að neyta kræklings úr firðinum.
Mynd úr safni: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?