Vertu memm

Frétt

Varað við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði

Birting:

þann

Kræklingur úr Hvalfirði

Varað við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði

Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði í sumar vegna eiturþörunga í firðinum og greiningar DSP þörungaeiturs yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi.

Fulltrúar Matvælastofnunar söfnuðu kræklingi 11 júní sl. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur er enn yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi þó magnið hafi lækkað nokkuð frá síðustu mælingum.

DSP greindist yfir mörkum í sýnum sem tekin voru í byrjun apríl og í maí. Vöktun á eiturþörungum sýnir að Dynophysis þörungurinn sem veldur DSP eitrun er einnig yfir viðmiðunarmörkum og því má búast við DSP eitur verði viðvarandi í kræklingi í sumar.

DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.

Neytendur hafa ekki ástæðu til að varast krækling (bláskel) sem ræktaður er hérlendis og er á markaði í verslunum og veitingahúsum. Innlend framleiðsla á kræklingi er undir eftirliti Matvælastofnunar. Reglulega eru tekin sýni af skelkjöti og sjó til að fylgjast með magni eitraðra þörunga í sjó og hvort skelkjötið innihaldi þörungaeitur.

Niðurstöður vöktunnar á eiturþörungum í sjó og þörungaeitri í skel á öðrum landssvæðum má nálgast hér.

Mynd: mast.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið