Frétt
Varað við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði
Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hvalfirði í sumar vegna eiturþörunga í firðinum og greiningar DSP þörungaeiturs yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi.
Fulltrúar Matvælastofnunar söfnuðu kræklingi 11 júní sl. við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörungaeitur er enn yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi þó magnið hafi lækkað nokkuð frá síðustu mælingum.
DSP greindist yfir mörkum í sýnum sem tekin voru í byrjun apríl og í maí. Vöktun á eiturþörungum sýnir að Dynophysis þörungurinn sem veldur DSP eitrun er einnig yfir viðmiðunarmörkum og því má búast við DSP eitur verði viðvarandi í kræklingi í sumar.
DSP þörungaeitur í kræklingi getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.
Neytendur hafa ekki ástæðu til að varast krækling (bláskel) sem ræktaður er hérlendis og er á markaði í verslunum og veitingahúsum. Innlend framleiðsla á kræklingi er undir eftirliti Matvælastofnunar. Reglulega eru tekin sýni af skelkjöti og sjó til að fylgjast með magni eitraðra þörunga í sjó og hvort skelkjötið innihaldi þörungaeitur.
Niðurstöður vöktunnar á eiturþörungum í sjó og þörungaeitri í skel á öðrum landssvæðum má nálgast hér.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda