Frétt
Vanmerktur ofnæmisvaldur í Pestó frá Brauð & co
Matvælastofnun varar þá sem eru með eggjaofnæmi við neyslu á einni framleiðslulotu af Pestó frá Brauð & co. Parmesan ostur sem er í pestóinu inniheldur rotvarnarefnið lysósím sem búið er til úr eggjum.
Varan er ekki skaðleg þeim sem ekki eru með ofnæmi fyrir eggjum. Fyrirtækið Brauð & co. ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF)
Upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við::
- Vörumerki: Brauð & Co
- Vöruheiti: Pestó
- Framleiðandi: Brauð & Co
- Framleiðsluland: Ísland
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: bf. 27.03.23
- Geymsluskilyrði: Kælivara 2-4°C
- Dreifing: Útsölustaðir Brauð & Co
Frekari upplýsingar veitir gæðastjóri Brauð og co. S. 692-9761 , netfang: [email protected]
Mynd: mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024