Frétt
Vanmerktar smjördeigskökur vegna óleyfilegs tungumáls
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu um innköllun á Estrella de Hojaldre spönskum smjördeigskökum frá Dulcinove Pastelería sem Costco Ísland flytur inn. Innköllunin er vegna vanmerkingar en einungis var merking á spænsku. Upplýsingar sem skylt er að merkja á matvörur verða að vera á íslensku eða ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku.
Fyrirtækið hefur innkallað frá kaupendum í samráði við heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF).
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu;
- Vörumerki: Dulcinove Pastelería
- Vöruheiti: Puff Pastry Stars
- Framleiðandi: Productos Jesus S.L.
- Innflytjandi: Costco Ísland
- Framleiðsluland: Spánn
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Júní 11 2024, lota 011-624
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
- Dreifing: Costco Ísland
Kaupendur sem hafa verslað vöruna í Costco er bent á að skila henni í verslunina gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago