Frétt
Vanmerktar smjördeigskökur vegna óleyfilegs tungumáls
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu um innköllun á Estrella de Hojaldre spönskum smjördeigskökum frá Dulcinove Pastelería sem Costco Ísland flytur inn. Innköllunin er vegna vanmerkingar en einungis var merking á spænsku. Upplýsingar sem skylt er að merkja á matvörur verða að vera á íslensku eða ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku.
Fyrirtækið hefur innkallað frá kaupendum í samráði við heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF).
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu;
- Vörumerki: Dulcinove Pastelería
- Vöruheiti: Puff Pastry Stars
- Framleiðandi: Productos Jesus S.L.
- Innflytjandi: Costco Ísland
- Framleiðsluland: Spánn
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Júní 11 2024, lota 011-624
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
- Dreifing: Costco Ísland
Kaupendur sem hafa verslað vöruna í Costco er bent á að skila henni í verslunina gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana