Frétt
Vanmerktar smjördeigskökur vegna óleyfilegs tungumáls
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá heilbrigðiseftirlitinu um innköllun á Estrella de Hojaldre spönskum smjördeigskökum frá Dulcinove Pastelería sem Costco Ísland flytur inn. Innköllunin er vegna vanmerkingar en einungis var merking á spænsku. Upplýsingar sem skylt er að merkja á matvörur verða að vera á íslensku eða ensku eða norðurlandamáli öðru en finnsku.
Fyrirtækið hefur innkallað frá kaupendum í samráði við heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF).
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu;
- Vörumerki: Dulcinove Pastelería
- Vöruheiti: Puff Pastry Stars
- Framleiðandi: Productos Jesus S.L.
- Innflytjandi: Costco Ísland
- Framleiðsluland: Spánn
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Júní 11 2024, lota 011-624
- Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað við stofuhita.
- Dreifing: Costco Ísland
Kaupendur sem hafa verslað vöruna í Costco er bent á að skila henni í verslunina gegn fullri endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma