Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vandræðalega mikil ásókn á Hauganes – Vídeó
Stöðugur straumur ferðamanna hefur verið á Hauganes við Eyjafjörð í sumar. Tjaldstæðið í þorpinu er sprungið sem og Baccalá veitingastaðurinn en starfsfólk hefur þurft að vísa frá fjölda fólks í sumar vegna plássleysis.
„Þetta er búið að vera hreint ótrúlegt sumar. Þetta er fimmta árið sem við erum með veitingahúsið, pottana og tjaldstæðið, og þetta er bara búið að spyrjast út, “ segir Elvar Reykjalín framkvæmdastjóri á Hauganesi í samtali við N4.
Hann vill ekki skjóta á neina tölu hversu margir gestir hafi heimsótt þorpið í sumar en fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið viðlíkur. „Síðustu fjóra mánuði er búið að vera uppselt á Baccalá bar öll kvöld. Við höfum verið að vísa frá tugum upp í eitt, tvö hundruð manns. Þetta er bara vandræðalegt.“
Elvar var í viðtalið í þættinum Að norðan á N4 og sagði þar nánar frá því hvernig sumarið hefur verið á Hauganesi, nýjungum í þorpinu og næstu skrefum. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita