Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vandræðalega mikil ásókn á Hauganes – Vídeó
Stöðugur straumur ferðamanna hefur verið á Hauganes við Eyjafjörð í sumar. Tjaldstæðið í þorpinu er sprungið sem og Baccalá veitingastaðurinn en starfsfólk hefur þurft að vísa frá fjölda fólks í sumar vegna plássleysis.
„Þetta er búið að vera hreint ótrúlegt sumar. Þetta er fimmta árið sem við erum með veitingahúsið, pottana og tjaldstæðið, og þetta er bara búið að spyrjast út, “ segir Elvar Reykjalín framkvæmdastjóri á Hauganesi í samtali við N4.
Hann vill ekki skjóta á neina tölu hversu margir gestir hafi heimsótt þorpið í sumar en fjöldi ferðamanna hefur aldrei verið viðlíkur. „Síðustu fjóra mánuði er búið að vera uppselt á Baccalá bar öll kvöld. Við höfum verið að vísa frá tugum upp í eitt, tvö hundruð manns. Þetta er bara vandræðalegt.“
Elvar var í viðtalið í þættinum Að norðan á N4 og sagði þar nánar frá því hvernig sumarið hefur verið á Hauganesi, nýjungum í þorpinu og næstu skrefum. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






