Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Útskrift úr Hótel- og matvælaskólanum í MK

Birting:

þann

Útskriftarnemar - Maí 2018

Útskrift úr Hótel- og matvælaskólanum

Nú er lokið útskriftum á vorönn úr hótel- og matvælaskólanum. Fimmtudaginn 24. maí s.l. útskrifuðust 39 meistarar úr meistaranámi matvælagreina.

Ellefu nemendur útskrifuðust úr framreiðslu, 27 úr matreiðslu og einn nemandi lauk meistaranámi í framreiðslu og matreiðslu.

25. maí var síðan útskrift iðnsveina í matvælagreinum en þar luku 6 nemendur námi í bakstri, 11 nemendur námi í framreiðslu og 32 nemendur námi í matreiðslu og er þar um fjölmennasta hóp í matreiðslu frá því Hótel- og veitingaskóli Íslands flutti í Kópavog.

Ágæt innritun er fyrir haustönnina og er nú að verða fullt í meistaranámið. Unnið verður úr umsóknum fyrir haustönn 2018 í byrjun júní.

Mynd: Baldur Sæmundsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið