Vín, drykkir og keppni
Úrslit – Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins
![Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/12/F57A9090-Sigrun-4-sæti-Svavar-Helgi-2-sæti-Heiðar-3-sæti-Leó-ólafsson-1æti-1024x683.jpg)
Úrslit í Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins.
F.v. Sigrún Guðmundsdóttir 4. sæti – Svavar Helgi Ernuson 2. sæti – Heiðar Árnason 3. sæti – Leó ólafsson 1. sæti
Barþjónaklúbburinn og Haugen Gruppen, umboðsaðili Jim Beam, stóðu fyrir Whiskey Sour kokteilakeppni miðvikudaginn 25. nóvember. 60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi.
![Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2015/12/F57A8857-1024x683.jpg)
60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi
Keppnin fór fram á Bryggjunni Brugghúsi og var öll hin glæsilegasta. 8 keppendur hristu í senn og gerði hver um sig tvo drykki fyrir dómnefnd og tveir drykkir fóru út í sal til áhorfenda.
Eftir stigatalningu voru fjórir hæstu keppendur sendir upp á svið aftur í úrslitaumferð.
Það fór að lokum svo að Leó Ólafsson, á Matur og Drykkur stóð uppi sem sigurvegari með drykkinn Angelica Tradition.
Efstu 4 sætin voru eftirfarandi:
1. sæti
Leó Ólafsson
Vinnustaður: Matur og Drykkur
Drykkur: Angelica Tradition
2. sæti
Svavar Helgi Ernuson
Vinnustaður: Sushi Samba
Drykkur: Nihongo
3. sæti
Heiðar Árnason
Vinnustaður: Jacobsen Loftið
Drykkur: Straight outta Chocolate
4. sæti
Sigrún Guðmundsdóttir
Vinnustaður: Hilton Reykjavík Nordica
Drykkur: Beetroot Sour
Myndir: Haugen Gruppen
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan