Vín, drykkir og keppni
Úrslit – Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins

Úrslit í Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins.
F.v. Sigrún Guðmundsdóttir 4. sæti – Svavar Helgi Ernuson 2. sæti – Heiðar Árnason 3. sæti – Leó ólafsson 1. sæti
Barþjónaklúbburinn og Haugen Gruppen, umboðsaðili Jim Beam, stóðu fyrir Whiskey Sour kokteilakeppni miðvikudaginn 25. nóvember. 60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi.

60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi
Keppnin fór fram á Bryggjunni Brugghúsi og var öll hin glæsilegasta. 8 keppendur hristu í senn og gerði hver um sig tvo drykki fyrir dómnefnd og tveir drykkir fóru út í sal til áhorfenda.
Eftir stigatalningu voru fjórir hæstu keppendur sendir upp á svið aftur í úrslitaumferð.
Það fór að lokum svo að Leó Ólafsson, á Matur og Drykkur stóð uppi sem sigurvegari með drykkinn Angelica Tradition.
Efstu 4 sætin voru eftirfarandi:
1. sæti
Leó Ólafsson
Vinnustaður: Matur og Drykkur
Drykkur: Angelica Tradition
2. sæti
Svavar Helgi Ernuson
Vinnustaður: Sushi Samba
Drykkur: Nihongo
3. sæti
Heiðar Árnason
Vinnustaður: Jacobsen Loftið
Drykkur: Straight outta Chocolate
4. sæti
Sigrún Guðmundsdóttir
Vinnustaður: Hilton Reykjavík Nordica
Drykkur: Beetroot Sour
Myndir: Haugen Gruppen
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis


































































