Vín, drykkir og keppni
Úrslit – Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins

Úrslit í Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins.
F.v. Sigrún Guðmundsdóttir 4. sæti – Svavar Helgi Ernuson 2. sæti – Heiðar Árnason 3. sæti – Leó ólafsson 1. sæti
Barþjónaklúbburinn og Haugen Gruppen, umboðsaðili Jim Beam, stóðu fyrir Whiskey Sour kokteilakeppni miðvikudaginn 25. nóvember. 60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi.

60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi
Keppnin fór fram á Bryggjunni Brugghúsi og var öll hin glæsilegasta. 8 keppendur hristu í senn og gerði hver um sig tvo drykki fyrir dómnefnd og tveir drykkir fóru út í sal til áhorfenda.
Eftir stigatalningu voru fjórir hæstu keppendur sendir upp á svið aftur í úrslitaumferð.
Það fór að lokum svo að Leó Ólafsson, á Matur og Drykkur stóð uppi sem sigurvegari með drykkinn Angelica Tradition.
Efstu 4 sætin voru eftirfarandi:
1. sæti
Leó Ólafsson
Vinnustaður: Matur og Drykkur
Drykkur: Angelica Tradition
2. sæti
Svavar Helgi Ernuson
Vinnustaður: Sushi Samba
Drykkur: Nihongo
3. sæti
Heiðar Árnason
Vinnustaður: Jacobsen Loftið
Drykkur: Straight outta Chocolate
4. sæti
Sigrún Guðmundsdóttir
Vinnustaður: Hilton Reykjavík Nordica
Drykkur: Beetroot Sour
Myndir: Haugen Gruppen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri


































































