Vín, drykkir og keppni
Úrslit – Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins

Úrslit í Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins.
F.v. Sigrún Guðmundsdóttir 4. sæti – Svavar Helgi Ernuson 2. sæti – Heiðar Árnason 3. sæti – Leó ólafsson 1. sæti
Barþjónaklúbburinn og Haugen Gruppen, umboðsaðili Jim Beam, stóðu fyrir Whiskey Sour kokteilakeppni miðvikudaginn 25. nóvember. 60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi.

60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi
Keppnin fór fram á Bryggjunni Brugghúsi og var öll hin glæsilegasta. 8 keppendur hristu í senn og gerði hver um sig tvo drykki fyrir dómnefnd og tveir drykkir fóru út í sal til áhorfenda.
Eftir stigatalningu voru fjórir hæstu keppendur sendir upp á svið aftur í úrslitaumferð.
Það fór að lokum svo að Leó Ólafsson, á Matur og Drykkur stóð uppi sem sigurvegari með drykkinn Angelica Tradition.
Efstu 4 sætin voru eftirfarandi:
1. sæti
Leó Ólafsson
Vinnustaður: Matur og Drykkur
Drykkur: Angelica Tradition
2. sæti
Svavar Helgi Ernuson
Vinnustaður: Sushi Samba
Drykkur: Nihongo
3. sæti
Heiðar Árnason
Vinnustaður: Jacobsen Loftið
Drykkur: Straight outta Chocolate
4. sæti
Sigrún Guðmundsdóttir
Vinnustaður: Hilton Reykjavík Nordica
Drykkur: Beetroot Sour
Myndir: Haugen Gruppen

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
6.000 máltíðir eldaðar daglega fyrir sjúklinga og starfsfólk – Bólusetning fyrir matreiðslumeistara?
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Frétt3 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila