Vín, drykkir og keppni
Úrslit – Jim Beam Whiskey Sour kokteilakeppni Barþjónaklúbbsins
Barþjónaklúbburinn og Haugen Gruppen, umboðsaðili Jim Beam, stóðu fyrir Whiskey Sour kokteilakeppni miðvikudaginn 25. nóvember. 60 keppendur frá 34 veitingahúsum mættu til leiks og er það mesta þátttaka í einni kokteilakeppni hér á landi.
Keppnin fór fram á Bryggjunni Brugghúsi og var öll hin glæsilegasta. 8 keppendur hristu í senn og gerði hver um sig tvo drykki fyrir dómnefnd og tveir drykkir fóru út í sal til áhorfenda.
Eftir stigatalningu voru fjórir hæstu keppendur sendir upp á svið aftur í úrslitaumferð.
Það fór að lokum svo að Leó Ólafsson, á Matur og Drykkur stóð uppi sem sigurvegari með drykkinn Angelica Tradition.
Efstu 4 sætin voru eftirfarandi:
1. sæti
Leó Ólafsson
Vinnustaður: Matur og Drykkur
Drykkur: Angelica Tradition
2. sæti
Svavar Helgi Ernuson
Vinnustaður: Sushi Samba
Drykkur: Nihongo
3. sæti
Heiðar Árnason
Vinnustaður: Jacobsen Loftið
Drykkur: Straight outta Chocolate
4. sæti
Sigrún Guðmundsdóttir
Vinnustaður: Hilton Reykjavík Nordica
Drykkur: Beetroot Sour
Myndir: Haugen Gruppen
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10