Keppni
Úrslit í forkeppni – Þessi keppa um titilinn Kokkur ársins 2023

F.v. Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og keppendur sem keppa um titilinn Kokkur ársins 2023: Gabríel Kristinn Bjarnason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Iðunn Sigurðardóttir, Hugi Rafn Stefánsson og Hinrik Örn Lárusson.
Forkeppni Kokkur ársins 2023 fór fram í IKEA í dag, fimmtudaginn 30. mars. Níu frábærir keppendur tóku þátt og mjög mjótt var á munum, en fimm keppendur komust áfram sem keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2023.
Úrslitin verða haldin á laugardaginn 1. apríl í Ikea.
Þau sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):
Gabríel Kristinn Bjarnason – Dill restaurant
Hinrik Örn Lárusson – Lux veitingar
Hugi Rafn Stefánsson – Lux veitingar
Iðunn Sigurðardóttir – Brand Hafnartorg Gallerí
Sindri Guðbrandur Sigurðsson – Flóra veitingar
Dómarar í forkeppninni voru:
Smakkdómara:
Hákon Már Örvarsson yfirdómari – Kokkur ársins 1997
Garðar Kári Garðarsson – Kokkur ársins 2018
Þráinn Freyr Vigfússon – Kokkur ársins 2007
Gústav Axel Gunnlaugsson – Kokkur ársins 2010
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson – Kokkur ársins 2011
Eldhúsdómarar:
Bjarki Hilmarsson
Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir
Úlfar Finnbjörnsson – Kokkur ársins 1994
Verðlaun
Til mikils er að vinna, en Kokkur ársins 2023 er besti kokkur landslins árið 2023 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Nordic Chef of the Year 2024.
1. sæti – 300.000 kr.
2. sæti – 200.000 kr.
3. sæti – 100.000 kr.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni.
Fleiri fréttir: Kokkur ársins
Mynd: Rafn H. Ingólfsson

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum