Uppskriftir
Uppskrift – Rófur og ananas
Rófur eru hreint frábærar í matargerð, bakaðar, soðnar, hráar og svona mætti lengi telja. Upphefjum rófurnar! Hér kemur ein uppskrift sem er sívinsæl og er meðlæti fyrir sex.
Innihald:
- 50 ml olía
- 1-2 laukar, smátt saxaðir
- 2 rófur, u.þ.b. 500 g, skrældar og skornar í fingurbreiða bita
- 150 g ananas, kaupi niðurskorinn
- 1 msk. hunang, agave eða það sætuefni sem passar þér og til er í skápnum
- 4 msk. tómatsósa, íslenska sósan
- 200 ml pastasósa, íslenska sósan
- 1 msk. sítrónusafi
- 200 ml appelsínusafi
- 2 tsk. gróft salt
- 1 tsk. svartur pipar
- 1 msk. lífræn sojasósa
- 1 smátt saxaður hvítlauksgeiri
- 2 msk. engifersafi
- 1 pakki basilíka
Aðferð:
Hita skal olíuna, steikja lauk og hvítlauk létt, bæta rófum saman við og halda áfram að steikja. Setja krydd, sósur og safa út í, lækka undir og láta malla í 30 mín. Að lokum er ananasnum bætt við og skreytt með basilíkulaufum.
Höfundur er Helga Mogensen
Aðsend uppskrift frá íslenskum gulrófnabændum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Frétt2 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?