Uppskriftir
Uppskrift – Rófur og ananas
Rófur eru hreint frábærar í matargerð, bakaðar, soðnar, hráar og svona mætti lengi telja. Upphefjum rófurnar! Hér kemur ein uppskrift sem er sívinsæl og er meðlæti fyrir sex.
Innihald:
- 50 ml olía
- 1-2 laukar, smátt saxaðir
- 2 rófur, u.þ.b. 500 g, skrældar og skornar í fingurbreiða bita
- 150 g ananas, kaupi niðurskorinn
- 1 msk. hunang, agave eða það sætuefni sem passar þér og til er í skápnum
- 4 msk. tómatsósa, íslenska sósan
- 200 ml pastasósa, íslenska sósan
- 1 msk. sítrónusafi
- 200 ml appelsínusafi
- 2 tsk. gróft salt
- 1 tsk. svartur pipar
- 1 msk. lífræn sojasósa
- 1 smátt saxaður hvítlauksgeiri
- 2 msk. engifersafi
- 1 pakki basilíka
Aðferð:
Hita skal olíuna, steikja lauk og hvítlauk létt, bæta rófum saman við og halda áfram að steikja. Setja krydd, sósur og safa út í, lækka undir og láta malla í 30 mín. Að lokum er ananasnum bætt við og skreytt með basilíkulaufum.
Höfundur er Helga Mogensen
Aðsend uppskrift frá íslenskum gulrófnabændum

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt1 dagur síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun
-
Keppni1 dagur síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði