Markaðurinn
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
(fyrir 4)
5 stórir vel þroskaðir tómatar (u.þ.b. 750 g)
3-4 hvítlauksrif
1 stór rauðlaukur
3 msk. ólífuolía
1 msk. balsamikedik
2 msk. tómatpaste
1 dós maukaðir tómatar
500 ml heitt vatn
1 msk. grænmetiskraftur eða 1 grænmetisteningur
1 dós rjómaostur með tómötum og basilíku frá MS
150 ml rjómi frá Gott í matinn
fersk basilíka
salt og pipar
Grillaðar ostasamlokur:
8 sneiðar hvítt súrdeigsbrauð
mjúkt smjör
bragðmikill ostur að eigin vali, t.d. Óðals Tindur eða Búri
Aðferð:
- Hitið ofn í 200 gráður. Setjið gróft skorna tómatana, lauk og heil hvítlauksrif í fat, hellið ólífuolíu og ediki yfir, saltið og piprið og bakið í 30-40 mínútur.
- Færið bakað grænmetið yfir í stóran pott, bætið út í einni dós af tómötum, tómatpaste, vatni, grænmetiskrafti og hitið aðeins. Maukið með töfrasprota ef þið viljið flauelsmjúka áferð á súpuna, en sleppið annars.
- Bætið út í rjómaostinum ásamt rjóma og ferskri basilíku eftir smekk. Smakkið til með salti og pipar. Ef ykkur finnst súpan of þykk má þynna með meira vatni.
- Gerið samlokurnar. Leggið tvær brauðsneiðar saman með nóg af osti á milli. Smyrjið samlokurnar að utan með smjöri og steikið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með súpunni.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið