Vertu memm

Markaðurinn

Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð

Birting:

þann

Uppskrift - Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð

Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð

(fyrir 4)

5 stórir vel þroskaðir tómatar (u.þ.b. 750 g)

3-4 hvítlauksrif

1 stór rauðlaukur

3 msk. ólífuolía

1 msk. balsamikedik

2 msk. tómatpaste

1 dós maukaðir tómatar

500 ml heitt vatn

1 msk. grænmetiskraftur eða 1 grænmetisteningur

1 dós rjómaostur með tómötum og basilíku frá MS

150 ml rjómi frá Gott í matinn

fersk basilíka

salt og pipar

Grillaðar ostasamlokur:

8 sneiðar hvítt súrdeigsbrauð

mjúkt smjör

bragðmikill ostur að eigin vali, t.d. Óðals Tindur eða Búri

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 200 gráður. Setjið gróft skorna tómatana, lauk og heil hvítlauksrif í fat, hellið ólífuolíu og ediki yfir, saltið og piprið og bakið í 30-40 mínútur.
  2. Færið bakað grænmetið yfir í stóran pott, bætið út í einni dós af tómötum, tómatpaste, vatni, grænmetiskrafti og hitið aðeins. Maukið með töfrasprota ef þið viljið flauelsmjúka áferð á súpuna, en sleppið annars.
  3. Bætið út í rjómaostinum ásamt rjóma og ferskri basilíku eftir smekk. Smakkið til með salti og pipar. Ef ykkur finnst súpan of þykk má þynna með meira vatni.
  4. Gerið samlokurnar. Leggið tvær brauðsneiðar saman með nóg af osti á milli. Smyrjið samlokurnar að utan með smjöri og steikið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með súpunni.

Skoða nánar á www.gottimatinn.is

Uppskrift - Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið