Markaðurinn
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
(fyrir 4)
5 stórir vel þroskaðir tómatar (u.þ.b. 750 g)
3-4 hvítlauksrif
1 stór rauðlaukur
3 msk. ólífuolía
1 msk. balsamikedik
2 msk. tómatpaste
1 dós maukaðir tómatar
500 ml heitt vatn
1 msk. grænmetiskraftur eða 1 grænmetisteningur
1 dós rjómaostur með tómötum og basilíku frá MS
150 ml rjómi frá Gott í matinn
fersk basilíka
salt og pipar
Grillaðar ostasamlokur:
8 sneiðar hvítt súrdeigsbrauð
mjúkt smjör
bragðmikill ostur að eigin vali, t.d. Óðals Tindur eða Búri
Aðferð:
- Hitið ofn í 200 gráður. Setjið gróft skorna tómatana, lauk og heil hvítlauksrif í fat, hellið ólífuolíu og ediki yfir, saltið og piprið og bakið í 30-40 mínútur.
- Færið bakað grænmetið yfir í stóran pott, bætið út í einni dós af tómötum, tómatpaste, vatni, grænmetiskrafti og hitið aðeins. Maukið með töfrasprota ef þið viljið flauelsmjúka áferð á súpuna, en sleppið annars.
- Bætið út í rjómaostinum ásamt rjóma og ferskri basilíku eftir smekk. Smakkið til með salti og pipar. Ef ykkur finnst súpan of þykk má þynna með meira vatni.
- Gerið samlokurnar. Leggið tvær brauðsneiðar saman með nóg af osti á milli. Smyrjið samlokurnar að utan með smjöri og steikið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með súpunni.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni2 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







