Markaðurinn
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku.
Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti er gott að vera með hrísgrjón eða bankabygg.
Uppskriftin er fyrir 4 – 5 manns.
Innihald:
860 g ýsuflök
180 g rautt pestó
1 dós mozzarella perlur
10 – 12 döðlur
basilika handfylli
salt og pipar
Aðferð:
Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita. Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar. Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana. Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn. Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.
Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur. Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassísk ostakaka í nýjum búningi með eplum og rjómakaramellu






