Markaðurinn
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku.
Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti er gott að vera með hrísgrjón eða bankabygg.
Uppskriftin er fyrir 4 – 5 manns.
Innihald:
860 g ýsuflök
180 g rautt pestó
1 dós mozzarella perlur
10 – 12 döðlur
basilika handfylli
salt og pipar
Aðferð:
Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita. Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar. Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana. Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn. Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.
Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur. Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið