Markaðurinn
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku.
Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti er gott að vera með hrísgrjón eða bankabygg.
Uppskriftin er fyrir 4 – 5 manns.
Innihald:
860 g ýsuflök
180 g rautt pestó
1 dós mozzarella perlur
10 – 12 döðlur
basilika handfylli
salt og pipar
Aðferð:
Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita. Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar. Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana. Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn. Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.
Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur. Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






