Markaðurinn
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
Þessi fiskréttur er svo fljótlegur og góður, akkúrat það sem maður þarf í miðri viku.
Pestóið og mozzarella osturinn gefa svo gott bragð. Með þessum rétti er gott að vera með hrísgrjón eða bankabygg.
Uppskriftin er fyrir 4 – 5 manns.
Innihald:
860 g ýsuflök
180 g rautt pestó
1 dós mozzarella perlur
10 – 12 döðlur
basilika handfylli
salt og pipar
Aðferð:
Þú byrjar á því að skola fiskinn og þerra, skerð svo flökin niður í hæfilega stóra bita. Raðar fisknum í botninn á eldföstu móti og kryddar fiskinn með salti og pipar. Setur rauða pestóið yfir fiskinn og dreifir því vel yfir alla bitana. Skerð döðlurnar í bita og raðar yfir fiskinn. Þú setur svo mozzarella kúlurnar yfir fiskinn ásamt niðurskorinni ferskri basiliku.
Rétturinn er svo hitaður við 180 gráður í 25 mínútur. Á meðan er tilvalið að sjóða hrísgrjón, útbúa salat eða hvítlauksbrauð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann
-
Pistlar3 dagar síðan
Ferðaþjónustufólk kemur saman