Uppskriftir
Uppskrift: graflax og graflaxsósa
Uppskriftin er fyrir 8
Graflax
1 laxaflak
250 gr púðursykur
250 gr gróftsalt
½ msk dill
½ msk kórianderfræ
½ msk fennelfræ
½ msk dillfræ
½ msk sinnepsfræ
½ staup af íslensku brennivíni eða vodka (má sleppa)
Aðferð:
Blandið sykrinum og saltinu saman í skál. Stráið 1/3 af saltblöndunni á bakka og leggið laxaflakið ofan á það. Hellið restinni af salt og sykurblöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið þurrkryddunum jafnt yfir allt laxaflakið.
Dreifið víninu yfir og setjið flakið inn á kæli og látið standa í 16 tíma. Snúið svo flakinu á hina hliðana og látið standa í aðra 16 tíma. Takið flakið af bakkanum og pakkið því vel inn.
Graflaxsósa
200 gr majónes
80 gr dijonsinnep
80 gr púðursykur
1 msk þurrkað dill
Aðferð:
Setjið allt hráefni saman í hrærivélarskál og vinnið saman í ca 4 mínútur. Eða þar til að sykurinn er allur búinn að leysast upp.Geymið í kæli yfir nótt.
Mynd og höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari – eythorkokkur.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM