Uppskriftir
Uppskrift: graflax og graflaxsósa
Uppskriftin er fyrir 8
Graflax
1 laxaflak
250 gr púðursykur
250 gr gróftsalt
½ msk dill
½ msk kórianderfræ
½ msk fennelfræ
½ msk dillfræ
½ msk sinnepsfræ
½ staup af íslensku brennivíni eða vodka (má sleppa)
Aðferð:
Blandið sykrinum og saltinu saman í skál. Stráið 1/3 af saltblöndunni á bakka og leggið laxaflakið ofan á það. Hellið restinni af salt og sykurblöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið þurrkryddunum jafnt yfir allt laxaflakið.
Dreifið víninu yfir og setjið flakið inn á kæli og látið standa í 16 tíma. Snúið svo flakinu á hina hliðana og látið standa í aðra 16 tíma. Takið flakið af bakkanum og pakkið því vel inn.
Graflaxsósa
200 gr majónes
80 gr dijonsinnep
80 gr púðursykur
1 msk þurrkað dill
Aðferð:
Setjið allt hráefni saman í hrærivélarskál og vinnið saman í ca 4 mínútur. Eða þar til að sykurinn er allur búinn að leysast upp.Geymið í kæli yfir nótt.
Mynd og höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari – eythorkokkur.is

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun