Uppskriftir
Uppskrift: graflax og graflaxsósa
Uppskriftin er fyrir 8
Graflax
1 laxaflak
250 gr púðursykur
250 gr gróftsalt
½ msk dill
½ msk kórianderfræ
½ msk fennelfræ
½ msk dillfræ
½ msk sinnepsfræ
½ staup af íslensku brennivíni eða vodka (má sleppa)
Aðferð:
Blandið sykrinum og saltinu saman í skál. Stráið 1/3 af saltblöndunni á bakka og leggið laxaflakið ofan á það. Hellið restinni af salt og sykurblöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið þurrkryddunum jafnt yfir allt laxaflakið.
Dreifið víninu yfir og setjið flakið inn á kæli og látið standa í 16 tíma. Snúið svo flakinu á hina hliðana og látið standa í aðra 16 tíma. Takið flakið af bakkanum og pakkið því vel inn.
Graflaxsósa
200 gr majónes
80 gr dijonsinnep
80 gr púðursykur
1 msk þurrkað dill
Aðferð:
Setjið allt hráefni saman í hrærivélarskál og vinnið saman í ca 4 mínútur. Eða þar til að sykurinn er allur búinn að leysast upp.Geymið í kæli yfir nótt.
Mynd og höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari – eythorkokkur.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati