Uppskriftir
Uppskrift: graflax og graflaxsósa
Uppskriftin er fyrir 8
Graflax
1 laxaflak
250 gr púðursykur
250 gr gróftsalt
½ msk dill
½ msk kórianderfræ
½ msk fennelfræ
½ msk dillfræ
½ msk sinnepsfræ
½ staup af íslensku brennivíni eða vodka (má sleppa)
Aðferð:
Blandið sykrinum og saltinu saman í skál. Stráið 1/3 af saltblöndunni á bakka og leggið laxaflakið ofan á það. Hellið restinni af salt og sykurblöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið þurrkryddunum jafnt yfir allt laxaflakið.
Dreifið víninu yfir og setjið flakið inn á kæli og látið standa í 16 tíma. Snúið svo flakinu á hina hliðana og látið standa í aðra 16 tíma. Takið flakið af bakkanum og pakkið því vel inn.
Graflaxsósa
200 gr majónes
80 gr dijonsinnep
80 gr púðursykur
1 msk þurrkað dill
Aðferð:
Setjið allt hráefni saman í hrærivélarskál og vinnið saman í ca 4 mínútur. Eða þar til að sykurinn er allur búinn að leysast upp.Geymið í kæli yfir nótt.
Mynd og höfundur: Eyþór Rúnarsson matreiðslumeistari – eythorkokkur.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni







