Vertu memm

Björn Ágúst Hansson

Tvöfalt fleiri kokkar útskrifast

Birting:

þann

Nemendur - Hótel og matvælaskólinn

Matreiðslunemar í 2. bekk 5. nóvember árið 2013 í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi

Bú­ast má við að fjöldi út­skrifaðra sveina í mat­reiðslu hér á landi muni tvö­fald­ast á næstu árum og verða um sjö­tíu tals­ins.

Á síðasta ári luku 34 sveins­prófi en frá ár­inu 2012 hafa yfir 30 manns lokið próf­inu á ári hverju, að því er fram kemur á mbl.is.

Að sögn Ólafs Jóns­son­ar, sviðsstjóra hjá mat­væla- og veit­inga­sviði Iðunn­ar fræðslu­set­urs hef­ur nem­um fjölgað mjög í mat­reiðslu og fram­reiðslu en það nám stunda þeir sem ætla að verða kokk­ar eða þjón­ar.

Alls eru 235 manns á náms­samn­ingi  í mat­reiðslu sem er mun meiri fjöldi en í fram­reiðslu þar sem 69 eru á samn­ingi. Í fyrra luku 23 fram­reiðslu­menn sveins­prófi, sem er sami fjöldi og árið 2014. Á ár­un­um þar á und­an voru þeir 12 til 14 á ári.

Það sem kem­ur til með að fjölga nem­um enn frek­ar á næst­unni er að Verk­mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri áætl­ar að hefja nám í mat­reiðslu og fram­reiðslu næsta haust. Fram að þessu hef­ur kennsl­an ein­göngu farið fram í Hótel og matvælaskólanum í Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi.

Ólaf­ur seg­ir eft­ir­spurn­ina eft­ir mat­reiðslu- og fram­reiðslu­mönn­um vera mun meiri en fram­boðið ræður við með stór­aukn­um fjölda ferðamanna til Íslands.

Nám í mat­reiðslu tek­ur fjög­ur ár en í fram­leiðslu tek­ur það þrjú ár.

„Þegar meðgöngu­tím­inn er fjög­ur ár er snúið að bregðast við eft­ir­spurn­inni með öðrum hætti en að fjölga nem­um. Ann­ars veg­ar hafa fyr­ir­tæki verið að sækja um nem­a­leyfi og hins veg­ar hef­ur erlend­um starfs­mönn­um fjölgað,“

seg­ir Ólaf­ur í samtali við mbl.is.

Hann kveðst ekki hafa töl­ur yfir fjölda er­lends starfs­fólks í mat­reiðslu- og fram­leiðslu­geir­an­um.

„Það er það sem er snúið við þessa at­vinnu­grein er að við höf­um ekki upp­lýs­ing­ar um fjölda starfs­manna. Hag­stof­an held­ur ekki ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um þetta og því er snúið að átta sig á þessu.“

 

Greint frá á mbl.is.

Mynd: Björn Ágúst Hansson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið