Björn Ágúst Hansson
Tvöfalt fleiri kokkar útskrifast
Búast má við að fjöldi útskrifaðra sveina í matreiðslu hér á landi muni tvöfaldast á næstu árum og verða um sjötíu talsins.
Á síðasta ári luku 34 sveinsprófi en frá árinu 2012 hafa yfir 30 manns lokið prófinu á ári hverju, að því er fram kemur á mbl.is.
Að sögn Ólafs Jónssonar, sviðsstjóra hjá matvæla- og veitingasviði Iðunnar fræðsluseturs hefur nemum fjölgað mjög í matreiðslu og framreiðslu en það nám stunda þeir sem ætla að verða kokkar eða þjónar.
Alls eru 235 manns á námssamningi í matreiðslu sem er mun meiri fjöldi en í framreiðslu þar sem 69 eru á samningi. Í fyrra luku 23 framreiðslumenn sveinsprófi, sem er sami fjöldi og árið 2014. Á árunum þar á undan voru þeir 12 til 14 á ári.
Það sem kemur til með að fjölga nemum enn frekar á næstunni er að Verkmenntaskólinn á Akureyri áætlar að hefja nám í matreiðslu og framreiðslu næsta haust. Fram að þessu hefur kennslan eingöngu farið fram í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Ólafur segir eftirspurnina eftir matreiðslu- og framreiðslumönnum vera mun meiri en framboðið ræður við með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands.
Nám í matreiðslu tekur fjögur ár en í framleiðslu tekur það þrjú ár.
„Þegar meðgöngutíminn er fjögur ár er snúið að bregðast við eftirspurninni með öðrum hætti en að fjölga nemum. Annars vegar hafa fyrirtæki verið að sækja um nemaleyfi og hins vegar hefur erlendum starfsmönnum fjölgað,“
segir Ólafur í samtali við mbl.is.
Hann kveðst ekki hafa tölur yfir fjölda erlends starfsfólks í matreiðslu- og framleiðslugeiranum.
„Það er það sem er snúið við þessa atvinnugrein er að við höfum ekki upplýsingar um fjölda starfsmanna. Hagstofan heldur ekki nákvæmar upplýsingar um þetta og því er snúið að átta sig á þessu.“
Greint frá á mbl.is.
Mynd: Björn Ágúst Hansson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir






