Björn Ágúst Hansson
Tvöfalt fleiri kokkar útskrifast
Búast má við að fjöldi útskrifaðra sveina í matreiðslu hér á landi muni tvöfaldast á næstu árum og verða um sjötíu talsins.
Á síðasta ári luku 34 sveinsprófi en frá árinu 2012 hafa yfir 30 manns lokið prófinu á ári hverju, að því er fram kemur á mbl.is.
Að sögn Ólafs Jónssonar, sviðsstjóra hjá matvæla- og veitingasviði Iðunnar fræðsluseturs hefur nemum fjölgað mjög í matreiðslu og framreiðslu en það nám stunda þeir sem ætla að verða kokkar eða þjónar.
Alls eru 235 manns á námssamningi í matreiðslu sem er mun meiri fjöldi en í framreiðslu þar sem 69 eru á samningi. Í fyrra luku 23 framreiðslumenn sveinsprófi, sem er sami fjöldi og árið 2014. Á árunum þar á undan voru þeir 12 til 14 á ári.
Það sem kemur til með að fjölga nemum enn frekar á næstunni er að Verkmenntaskólinn á Akureyri áætlar að hefja nám í matreiðslu og framreiðslu næsta haust. Fram að þessu hefur kennslan eingöngu farið fram í Hótel og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Ólafur segir eftirspurnina eftir matreiðslu- og framreiðslumönnum vera mun meiri en framboðið ræður við með stórauknum fjölda ferðamanna til Íslands.
Nám í matreiðslu tekur fjögur ár en í framleiðslu tekur það þrjú ár.
„Þegar meðgöngutíminn er fjögur ár er snúið að bregðast við eftirspurninni með öðrum hætti en að fjölga nemum. Annars vegar hafa fyrirtæki verið að sækja um nemaleyfi og hins vegar hefur erlendum starfsmönnum fjölgað,“
segir Ólafur í samtali við mbl.is.
Hann kveðst ekki hafa tölur yfir fjölda erlends starfsfólks í matreiðslu- og framleiðslugeiranum.
„Það er það sem er snúið við þessa atvinnugrein er að við höfum ekki upplýsingar um fjölda starfsmanna. Hagstofan heldur ekki nákvæmar upplýsingar um þetta og því er snúið að átta sig á þessu.“
Greint frá á mbl.is.
Mynd: Björn Ágúst Hansson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast