Vín, drykkir og keppni
Tilnefningar til Bartender Choice Awards 2023 – Myndir frá tilnefningunni
Tilnefningar til Bartender Choice Awards (BCA) voru tilkynntar á þriðjudaginn var. BCA er norræn barþjónakeppni þar sem breið dómnefnd samansett af veitingamönnum frá hverju landi fyrir sig, tilnefnir þá staði/aðila sem þeim fyrst hafa staðið uppúr úr bransanum í hverjum flokki fyrir sig.
Viðburðurinn var haldinn á Jungle bar þar sem veitingamenn fjölmenntu og hittu Jakob og Joel sem eru framkvæmdaraðilar keppninnar, ásamt flottu fylgdarliði af samstarfsaðilum. Tilkynntu þeir að úrslit dómnefndar um þá sem komust í úrslit fyrir Íslands hönd:
Besti barþjónninn:
Jónas Heiðarr
Leo Snæfeld Pálsson
Teitur Ridderman Schiöth
Besta andrúmsloftið:
Jungle
Kaldi Bar
Kokteilbarinn
Besti Kokteilabarinn:
Jungle
Kokteilbarinn
Múlaberg Bistro & Bar
Besti kokteilaseðillinn
Jungle
Kokteilbarinn
Sumac
Besti nýi kokteilabarinn
Bingo
Drykk
Tres Locos
Bestu framþróunaraðilar bransans
Friðbjörn Pálsson
Hlynur Maple
Ivan Svanur Corvasce
Besti signature kokteillinn
Dillagin
Funiks
Nortern Light
Besti veitingastaðurinn
Brút
Monkeys
Sumac
Val fólksins
Jungle
Kokteilbarinn
Múlaberg Bistro & Bar
Á komandi vikum mun svo dómnefnd velja sigurvegarann í hverjum flokki fyrir sig og munu þau úrslit verða kynnt þann 12. mars í Kaupmannahöfn á Bartender Choice Awards Gala.
Hægt er að kynna sér allt um Bartender Choice Awards og næla sér í aðgang á lokakvöldið í kaupmannahöfn hér.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars