Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þessir veitingastaðir verða í nýju mathöllinni á Selfossi – Aðeins eitt rými óráðstafað

Birting:

þann

Mathöllin á Selfossi

Hálfdán og Þórður Orri hönnuðir, í rýminu uppi í risi.

Átta nýir veitingastaðir verða í nýrri mathöll sem opna mun í sumar í endurreistu Mjólkurbúi Flóamanna í miðbæ Selfoss. Í Mjólkurbúinu verður einnig bjórgarður, vínbar og stærðarinnar matar- og upplifunarsýning sem fengið hefur nafnið Skyrland.

Átta veitingastaðir, tveir barir og sýning

Þeir veitingastaðir sem verða eru Flatey Pizza, Smiðjan Brugghús verður með hamborgarastað og bjórgarð (bar). Nýir staðir verða í mathöllinni en þeir heita Pasta Romano (pasta) og El Dordito (Taco).

Á sýningunni sem heitir Skyrland verður veitingastaður með skálar og boozt sem því tengist. Aðrir staðir óska nafnleyndar að sinni.

Einn bás laus í einni stærstu mathöll landsins

Vignir Guðjónsson er talsmaður verkefnisins og segir hann í samtali við Veitingageirann að einungis einn bás sé á lausu.

„Það hefur gengið mjög vel að raða inn í þessa bása og það er aðeins einn þeirra óráðstafaður. Það er stærsti básinn í húsinu, tæpir 30 fermetrar og er hugsaður sem staður í ákveðnum gæðaklassa, ekki ósvipaður Skál, Kröst, Hipstur og slíkum stöðum sem við þekkjum frá öðrum mathöllum,“

segir Vignir.

Mikið er lagt í hönnun og alla umgjörð í Mjólkurbúinu. Innanhússhönnun er í höndum Hálfdán Pedersen, sem hannað hefur nokkra af vinsælustu veitingastöðum landsins, svo sem Snaps, Kex og Sumac.

„Mjólkurbúið er hjartað í þessum fyrsta áfanga nýs miðbæjar. Húsið er afar tignarlegt og blasir við þegar komið er yfir Ölfusárbrúna. Selfoss er í miðju helsta ferðamannasvæðis landsins og skemmtileg matarupplifun verður sífellt stærri hluti ferðaþjónustu.

Hér er stöðugur straumur sumarbústaðafólks og höfuðborgarbúa að sækja sér uppliftingu og svo styttist í erlendu ferðamennina. Við höfum mikla sannfæringu fyrir því að Mjólkurbúið verði eitt helsta kennileiti og aðdráttarafl á Suðurlandi,“

segir Vignir.

Í nýja miðbænum á Selfossi er teflt saman nýju og gömlu á spennandi hátt. Alls verða reist 35 hús, sem öll hafa áður staðið á Íslandi, en urðu eldi eða eyðileggingu að bráð. Húsin eru í þessum klassíska íslenska stíl, en eru ný og vönduð og í þeim fjölbreytt nútíma miðbæjarstarfsemi, svo sem veitingahús, verslanir, þjónusta og íbúðir. Fyrsti áfangi miðbæjarins verður opnaður núna í júní 2021.

Mjólkurbúið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og upphaflega byggt á Selfossi árið 1929 en rifið aðeins 25 árum síðar. Endurbyggt húsið er hið stærsta í nýjum miðbæ Selfoss, um 1.500 fermetrar að stærð á þremur hæðum sem tengjast saman í fallegu miðrými með háum bogadregnum gluggum. Áætlað er að dyrnar í Mjólkurbúinu opni í byrjun júní næstkomandi.

Kíkið á www.mathollselfoss.is fyrir fleiri myndir og upplýsingar.

Sjá einnig:

Ný mathöll opnar í gamla Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Mynd: aðsend:

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Vilhelm Patrick sækir um leyfi fyrir mathöll við Glerárgötu 28 á Akureyri

Birting:

þann

Glerárgata 28

Glerárgata 28

„Þetta er á frumstigi og alveg óvíst hvað af verður,“

segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi jarðhæðar hússins númer 28 við Glerárgötu í samtali við Vikublaðið á Akureyri.

Hann hefur sótt um leyfi til skipulagssviðs Akureyrarbæjar fyrir mathöll í húsinu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu að því er fram kemur í bókun skipulagsráðs vegna fyrirspurnarinnar.

Skipulagsráð hefur samþykkt að grenndarkynna áformin þegar fullnægjandi göng hafa borist og en kynna þarf erindið fyrir húseigendum og rekstraraðilum við Glerárgötu 26, 28 og 30.

Vilhelm á jarðhæð hússins við Glerárgötu 28. Ásprent var þar með rekstur um árabil, en félagið varð gjaldþrota á fyrri hluta síðasta árs. Prentmet Oddi leigir nú um það bil einn þriðja af jarðhæðinni undir sína starfsemi, af því er fram kemur á vef Vikublaðsins sem fjallar meira um málið.

Mynd: Vikublaðið

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Plan B Smassburger opnar nýjan stað

Birting:

þann

Plan B Smassburger

Nýi Plan B á Grandagarði 13

Feðgarnir Óskar Kristjánsson og Kristján Óskarsson sitja ekki auðum höndum, en þeir hafa opnað þriðja Plan B Smassburger staðinn. Nýi staðurinn er staðsettur á Grandagarði 13.

Plan B Burger - Smassborgari

Feðgarnir Óskar Kristjánsson og Kristján Óskarsson

Plan B Smassburger opnaði við Suðurlandsbraut 4 í byrjun árs 2021 og síðar í Bæjarhrauni Hafnarfirði og sá nýjasti á Grandagarði 13.

Plan B Smassburger

Nýi Plan B á Grandagarði 13

Staðirnir eru í svokölluðum “diner” stíl, en þar er á boðstólnum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar, kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.

Matseðill

Plan B Smassburger matseðill

Plan B Smassburger matseðill

Myndir: facebook / Plan B Smassburger

Lesa meira

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Þessir staðir opnuðu á árinu 2021

Birting:

þann

Hnífapör

Veitingamenn voru duglegir við að opna nýja staði í ár og það í miðjum faraldri kórónuveiru.

Eftirfarandi listi er yfir alla þá staði sem opnuðu, nýir rekstraraðilar og eða eru í framkvæmdum á árinu 2021.

Við byrjum á fréttunum frá byrjun árs 2021:

Nýtt bakarí opnar á Ármúla – Ekki bara bakarí

Nýir rekstraraðilar á Hólabúðinni og 380 veitingastaðnum á Reykhólum

Nýr veitingastaður opnar á Sauðárkróki – Myndir og vídeó

Tobba Marinós opnar nýjan veitingastað

Nýr veitingastaður opnar í Kringlunni – Finnsson Bistro

Nýtt handverks brugghús á Akureyri – Krúttlegt og áhugavert „Nano Brewery“

Mandi opnar nýjan veitingastað í Kópavogi – Hlaðvarp

Blue Hótel Fagralund opnar í Reykholti

Sono Matseljur opnar í Norræna húsinu

Stefna á að opna veitingastað í Ráðagerði á Seltjarnarnesi í sumar

Opnar nýtt kaffi-, og kvikmyndahús þar sem Icelandic fish & chips var áður til húsa

Brút er nýr veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur

Framkvæmdir á lokasprettinum – Myndir

Plan B Burger er nýr “smassborgara” veitingastaður við Suðurlandsbraut 4

Mathöll Höfða stækkar – Tveir nýir veitingastaðir

Ný mathöll opnar í gamla Pósthúsinu í Reykjavík

Kampavíns og freyðivínsbarinn Trúnó opnar á Hlemmi Mathöll – Myndir

Kurdo Kebab opnar á Selfossi

„Orðrómurinn er sannur…. Við erum að fara að opna nýja bruggstofu á Snorrabraut 56“

Fagmennirnir Hafsteinn og Ólöf opna nýjan veitingastað – Myndir

Axel Clausen og Viktor Eyjólfsson eru sushi-kóngarnir í nýju mathöllinni Borg29

Þetta eru veitingastaðirnir í nýju mathöllinni Borg29 – Myndir og vídeó

Nýir eigendur og rekstraraðilar í Hreðavatnsskála – Kaupverð er 86 milljónir króna

Barion opnar í Krambúðinni á Laugarvatni

Dragon Dim Sum er nýr veitingastaður í Mathöll Höfða

Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum

Finnsson Bistro opnar formlega í dag – Sjáðu fyrir og eftir myndir

Kaffihús og skemmtistaður opnar á Ráðhústorgi á Akureyri – Myndir

Ketilkaffi opnar í Listasafninu á Akureyri

Opna kaffihús á tveimur stöðum í miðbæ Reykjavíkur

Barr er nýr veitingastaður í Menningarhúsinu Hofi

Hótel og veitingastaður með eldgos í bakgarðinum

Almar bakari og Ólöf opna nýtt bakarí á Flúðum og taka við rekstri á nýju kaffihúsi í Reykjadal

Djúsí by Blackbox opnar í Borgartúninu

Frönsk kökuverslun opnar – Getur þú aðstoðað Aurore?

Tælenskur matarvagn opnar á Dalvík

Nýr íslenskur veitingastaður með fullt hús stiga á Google – Sveinn: „…næsti bær við fullnægingu“

Nýtt hótel opnar 17. júní í Hafnarfirði

Lalli kokkur með nýjan matarvagn

Bara Ölstofa Lýðveldisins opnar formlega – Myndir frá framkvæmdum

Nýr veitingastaður slær í gegn – Atli Snær: „… oft er röð út úr dyrum“

Héðinn Kitchen & bar opnar formlega – Myndir

Nýr veitingastaður opnar í Þorlákshöfn

Huppu opnar sjöundu ísbúðina

Kræsingar í anda Frakklands í Bergi á Dalvík

Nýtt bakarí við Bankastræti 2

Lúxushótelið Höfði Lodge opnar við Grenivík í Eyjafirði

Ein flottasta mathöll Íslands opnar – Myndir og vídeó

Einn flottasti kokkur landsins opnar veitingastað á Kársnesinu

Það var fjölskylda Hlöðvers Sigurðssonar, stofnanda Hlöllabáta sem tók við rekstri Litlu Kaffistofunnar

Nýr veitingastaður opnar á Akranesi

Kjötbúrið opnar á Selfossi

Nýr matarvagn opnar í Reykjanesbæ – Myndir

Kaffihús og vínbar opnar í Garðabær

Bæjarís opnar í miðbænum á Selfossi

Kaffihúsið Auðkúla opnar

Pastagerðin opnar í Mathöll Höfða

Majó opnar formlega í Laxdalshúsinu

Fleiri veitingastaðir opna í nýja miðbænum á Selfossi

Iðnó opnar aftur – Sagan heldur áfram

Monkeys opnar formlega – Svona lítur staðurinn út – Myndir

Punto Caffé er nýr matarvagn í Borgarnesi

Ghost Kitchen er nýjung á Norðurlandi og þótt víðar væri leitað

Svona lítur nýi veitingastaðurinn Gaia út – Myndir

Opnaði íslenskt og amerískt bakarí í Bandaríkjunum – Íris Björk:  „Þegar ég missti vinnuna þá ákvað tengdó að hann skyldi opna bakarí“

Nýr veitingastaður í Þorlákshöfn

Allt um nýja EDITION hótelið við Austurbakka – Myndir og vídeó

Nýr pizzustaður tekinn við af Flatbökunni í Mathöll Höfða

Mathöll opnar í miðbæ Reykjavíkur

Espressobarinn og Skyr 600 opnar formlega

Jói Fel opnar pizzastað

Ása og Emil láta drauminn rætast í samstarfi við Gleðipinna

2Guys opnar formlega – Hjalti: „non stop biðröð út að dyrum“ – Myndir

Uppi er nýr vínbar í miðbæ Reykjavíkur

Nýtt og huggulegt hótel opnar í Hveragerði – Mathöll, verslanir og hótel saman í eitt – Myndir og vídeó

Joe & The Juice opnar nýjan stað á Selfossi

 

 

 

 

 

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið