Keppni
Þessir tíu kokkar komust áfram í undanúrslit í keppninni um titilinn Kokkur ársins 2016
Keppnin er með nýju sniði í ár og hafa 10 faglærðir kokkar verið valdir áfram í undanúrslit. Í fyrri hluta keppninnar þurftu keppendur að senda inn uppskrift að kjúklingarétti ásamt mynd af réttinum.
Innsendar uppskriftir voru svo dæmdar nafnlaust.
Sjá einnig: Kokkur ársins
Dómnefnd valdi tíu uppskriftir sem þóttu lofa góðu en lagðar voru höfuðáherslur á frumleika, nýtingu á hráefni og útlit réttar.
- Ari Þór Gunnarsson – FISKFÉLAGIÐ
- Arsen Aleksandersson – HAUST FOSSHÓTEL
- Axel Björn Clausen Matias – FISKMARKAÐURINN
- Denis Grbic – GRILLIÐ HÓTEL SAGA
- Hafsteinn Ólafsson – NASA
- Jóel Þór Árnason – PERLAN
- Logi Brynjarsson – HÖFNIN VEITINGASTAÐUR
- Sigurjón Bragi Geirsson – KOLABRAUTIN
- Stefán Elí Stefánsson – PERLAN
- Ylfa Helgadóttir – KOPAR
Keppni í undanúrslitum fer fram á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu þann 8. febrúar kl. 10.00–15.00. Úrslit verða tilkynnt kl. 16.00. Öllum er velkomið að fylgjast með keppninni og hvetja sitt fólk. Af þeim tíu sem elda réttinn verða fimm valdir sem þykja standa sig best til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður á jarðhæð Hörpu laugardaginn 13. febrúar þar sem sigurvegarinn mun verða krýndur í lok dags.
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






