Keppni
Þessir tíu kokkar komust áfram í undanúrslit í keppninni um titilinn Kokkur ársins 2016
Keppnin er með nýju sniði í ár og hafa 10 faglærðir kokkar verið valdir áfram í undanúrslit. Í fyrri hluta keppninnar þurftu keppendur að senda inn uppskrift að kjúklingarétti ásamt mynd af réttinum.
Innsendar uppskriftir voru svo dæmdar nafnlaust.
Sjá einnig: Kokkur ársins
Dómnefnd valdi tíu uppskriftir sem þóttu lofa góðu en lagðar voru höfuðáherslur á frumleika, nýtingu á hráefni og útlit réttar.
- Ari Þór Gunnarsson – FISKFÉLAGIÐ
- Arsen Aleksandersson – HAUST FOSSHÓTEL
- Axel Björn Clausen Matias – FISKMARKAÐURINN
- Denis Grbic – GRILLIÐ HÓTEL SAGA
- Hafsteinn Ólafsson – NASA
- Jóel Þór Árnason – PERLAN
- Logi Brynjarsson – HÖFNIN VEITINGASTAÐUR
- Sigurjón Bragi Geirsson – KOLABRAUTIN
- Stefán Elí Stefánsson – PERLAN
- Ylfa Helgadóttir – KOPAR
Keppni í undanúrslitum fer fram á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu þann 8. febrúar kl. 10.00–15.00. Úrslit verða tilkynnt kl. 16.00. Öllum er velkomið að fylgjast með keppninni og hvetja sitt fólk. Af þeim tíu sem elda réttinn verða fimm valdir sem þykja standa sig best til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður á jarðhæð Hörpu laugardaginn 13. febrúar þar sem sigurvegarinn mun verða krýndur í lok dags.
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






