Keppni
Þessir tíu kokkar komust áfram í undanúrslit í keppninni um titilinn Kokkur ársins 2016
Keppnin er með nýju sniði í ár og hafa 10 faglærðir kokkar verið valdir áfram í undanúrslit. Í fyrri hluta keppninnar þurftu keppendur að senda inn uppskrift að kjúklingarétti ásamt mynd af réttinum.
Innsendar uppskriftir voru svo dæmdar nafnlaust.
Sjá einnig: Kokkur ársins
Dómnefnd valdi tíu uppskriftir sem þóttu lofa góðu en lagðar voru höfuðáherslur á frumleika, nýtingu á hráefni og útlit réttar.
- Ari Þór Gunnarsson – FISKFÉLAGIÐ
- Arsen Aleksandersson – HAUST FOSSHÓTEL
- Axel Björn Clausen Matias – FISKMARKAÐURINN
- Denis Grbic – GRILLIÐ HÓTEL SAGA
- Hafsteinn Ólafsson – NASA
- Jóel Þór Árnason – PERLAN
- Logi Brynjarsson – HÖFNIN VEITINGASTAÐUR
- Sigurjón Bragi Geirsson – KOLABRAUTIN
- Stefán Elí Stefánsson – PERLAN
- Ylfa Helgadóttir – KOPAR
Keppni í undanúrslitum fer fram á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu þann 8. febrúar kl. 10.00–15.00. Úrslit verða tilkynnt kl. 16.00. Öllum er velkomið að fylgjast með keppninni og hvetja sitt fólk. Af þeim tíu sem elda réttinn verða fimm valdir sem þykja standa sig best til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður á jarðhæð Hörpu laugardaginn 13. febrúar þar sem sigurvegarinn mun verða krýndur í lok dags.
Mynd: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði