Keppni
Þessir keppa í Hörpu um titilinn Besti kokkur norðurskautsins
Næstkomandi helgi fer fram úrslitakeppni Arctic Young Chef 2024 þar sem keppt verður um titilinn Besti kokkur norðurskautsins. Keppnin fer fram í Hörpunni í Reykjavík, laugardaginn 19. október kl .10, samhliða alþjóðlegu Arctic Cirle ráðstefnunni.
Ungir og efnilegir matreiðslumenn frá fjórum löndum sem eiga aðild að NORA: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi keppa, en haldnar hafa verið keppnir innanlands í öllum löndunum og þeir fjórir sem nú keppa til úrslita eru (raða eftir stafrófsröð):
- Andrés Björgvinsson frá Íslandi
- Lars Abelsen frá Grænlandi
- Runar Helgeland frá Noregi
- Sebastian Jiménes Garcia frá Færeyjum
Sjá einnig: Andrés verður fulltrúi Íslands í Arctic Young Chef keppninni
Þessir fjórir keppendur munu sýna færni sína í matargerð með því að framreiða rétti sem endurspegla hið frábæra auðuga og sjálfbæra hráefni sem norðurslóðir bjóða upp á. Keppendur nýta í matreiðslunni vandlega valið hráefni frá norðurslóðum eins og sjá má á eftirfarandi hráefnislista:
- Forréttur: saltfiskur, bragðbættur með færeysku þangi
- Aðalréttur: lambahjarta og lambaháls, ásamt norskum berjum og grænlensku öli
- Eftirréttur: rabarbari, í samspili við íslenskt skyr
Samsetning þessara rétta gefur til kynna bragðefni og sérkenni norðurslóða og byggir á gildum Arctic Young Chef keppninnar, þar sem áherslan er á vannýtt hráefni ásamt hráefni sem auðvelt er að nálgast en er samt ekki áberandi í matreiðslu. Þeir fjórir sem keppa til úrslita eiga meðal annars að virkja sköpunargáfuna til að koma með tillögu að nýjum norðurslóða-rabarbara-eftirrétti.
Átta heppnir gestir á Arctic Circle ráðstefnunni fá tækifæri til að upplifa og njóta sköpunarverks keppendanna og bragða á réttum keppenda í lokakeppninni.
Ef Instagram færslan birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
View this post on Instagram
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni















