Keppni
Þessir hrepptu titilinn Framreiðslu-, og Matreiðslunemi ársins 2017 – Vídeó
Nú um helgina fór fram úrslitakeppni nema í matreiðslu og framreiðslu um titilinn Framreiðslu-, og Matreiðslunemi ársins 2017. Keppnin var haldin í Hörpu.
Keppnisfyrirkomulag
Verkefni matreiðslunema var að matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir níu einstaklinga. Í forrétt var íslenskt haustgrænmeti. Rétturinn mátti ekki innihalda mjólkurafurðir eða hnetur framreitt er af fati. Í aðalrétt var kjúklingur og risottó ásamt heitri sósu. Aðalréttur var framreiddur af fati og í eftirrétt voru jarðarber, marens og heit sósa. Eftirrétturinn var framreiddur á diskum.
Verkefni framreiðslunemanna var eftirfarandi: Skriflegt próf um fagtengd málefni; blöndun áfengra- og óáfengra drykkja; eldsteikingu; fyrirskurð á heilum kjúkling; sérvettubrot; kvöldverðaruppdekkning fyrir fjóra rétti ásamt blómaskreytingu og framreiðsla á fjórum réttum ásamt vínum.
Úrslit
Matreiðslunemar ársins 2017
- Hinrik Lárusson nemi á Radisson Blu Hotel Saga
- Steinbjörn Marvin Björnsson nemi á Hörpu
Framreiðslunemar ársins 2017
- Sigurður Borgar nemi á Radisson Blu Hotel Saga
- Axel Árni Herbertsson nemi í Bláa lóninu
Auk verðlauna, bikar og gjafir fá þessir ungu herramenn einnig að launum þátttökurétt fyrir Íslands hönd í keppa í Norrænu nemakeppninni sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 20. – 21. apríl 2018.
Vídeó
Denis Grbic Kokkur ársins 2016 myndaði brot úr úrslitakeppni matreiðslu-, og framreiðslunema 2017:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/Veitingageirinn.is/videos/1580725711990941/“ width=“500″ height=“400″ onlyvideo=“1″]
Myndir frá keppninni verða birtar síðar.
Samansett mynd: úr einkasafni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði