Keppni
Þessi keppa í nemakeppni í bakstri 2019
Nemakeppni í bakstri hefst með forkeppni föstudaginn 8. febrúar n.k. í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi.
7 keppendur eru skráðir og verður gaman að fylgjast með. Næstu daga verður hægt að fylgjast með á bakara-snappinu frá undirbúningi og keppninni sjálfri.
Á keppnisdag, þ.e. 8. febrúar verða borðunum með listaverkunum stillt upp í Björnsstofu í Hótel- og matvælaskólanum og eru gestir velkomnir frá kl 17:30 og klukkan 18:00 verður tilkynnt hverjir þrír keppa til úrslita 22. febrúar.
Keppendur eru (raðað í stafrófsröð):
- Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Reynir bakari
- Eyþór Andrason, Bakarameistarinn
- Fannar Yngvi Rafnarsson, Björnsbakarí
- Hákon Hilmarsson, Aðalbakarinn Siglufirði
- Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, Guðna bakarí
- Lena Björk Hjaltadóttir, Sandholt
- Viktor Ingason IKEA bakarí
Verkefni forkeppninnar er:
A. 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg.
B. 1 smábrauðategund 30 stk. á 60- 80 gr.
C. 3 vínarbrauðstegundir 50 – 70 gr. eftir bakstur, 12 stk. af tegund.
D. Skraut-stykki. Frjálst þema. Stærð max 50x50x50.
E. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu. Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?