Starfsmannavelta
Thelma Theodórsdóttir ráðin hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík
Nýr hótelstjóri, Thelma Theodórsdóttir, hefur verið ráðin á Fosshótel Reykjavík sem er stærsta hótel landsins með alls 320 herbergi auk fullkominni funda- og ráðstefnuaðstöðu.
Einnig rekur hótelið Bjórgarðinn og hinn rómaða veitingastað Haust Restaurant. Hótelið er hluti af Íslandshótelum sem er stærsta hótelkeðja landsins.
Í tilkynningu kemur fram að Thelma lauk Bachelor of International Business in Hotel and Tourism Management, frá háskólanum César Ritz í Sviss árið 2010 eftir að hafa lokið diplómanámi í hótel og veitingahúsarekstri frá Menntaskólanum Kópavogi í samstarfi við César Ritz. Meðal fyrirtækja sem Thelma hefur starfað fyrir eru César Ritz, Centerhotels og Icelandair Hotels en hún hefur starfað í hótelgeiranum frá árinu 2003. Thelma starfaði í þrjú ár í bandaríska sendiráðinu þar sem hún gengdi stöðu siðameistara.
Thelma hefur starfað hjá Íslandshótelum frá árinu 2015 þegar hún kom að opnun Fosshótel Reykjavík og gegndi þar stöðu aðstoðarhótelstjóra til ársins 2018. Þar kom hún einnig að rekstri Haust Restaurant og Bjórgarðinum. Thelma tók í framhaldi við sem hótelstjóri á Hótel Reykjavík Centrum í mars 2018 ásamt rekstri á veitingastöðunum Uppsölum og Fjalakettinum. Thelma hefur setið í fagnefndum Íslandshótela og komið að stefnumótun og innleiðingum ferla hjá hótelkeðjunni. Að auki starfar Thelma sem kennari í hótelstjórnun og veitingahúsarekstri við Opna háskólann í Reykjavík í samstarfi við César Ritz háskólann í Sviss.
Íslandshótel á og rekur 17 hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnuhótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið. Auk þess er nýtt glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í byggingu við Lækjargötu sem er fyrirhugað að opni árið 2021.
Mynd: Sigurjón Ragnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?