Uppskriftir
Thai-súpa með chilibrauði
Hvað er betra í skammdeginu en orkurík, bragðmikil og framandi mauksúpa. Þessi súpa er alveg frábær.
Súpan er fyrir 4.
Hráefni:
400 gr kartöflur
2 stk blaðlaukar, hvíti hlutinn
1 msk smjör
2 msk rifið engifer
800 ml kjúklingasoð
50 gr þurrkaðar rís-núðlur
250 ml rjómi
1/2 lime-safi og rifinn börkurinn
1/2 tsk sambal oelek (thai-krydd)
Saxaður graslaukur til skreytinga
Aðferð:
Afhýðið kartöflurnar, skerið í þunnar skífur og skolið upp úr köldu vatni. Látið vatnið renna vel af. Saxið blaðlaukinn og svitið í smjöri, í stórum potti. Bætið kartöflum, engifer og kjúklingasoði saman við. Látið sjóða rólega í 25 mínútur. Sjóðið núðlurnar samhvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Maukið grænmetið í súpunni með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið síðan rjóma, lime og thai-kryddi saman við. Saltið ef þurfa þykir. Skiptið núðlunum í 4 skálar. Látið súpuna sjóða og hellið yfir núðlurnar og stráið graslauk yfir.
Chilismjör á brauðið.
Hráefni:
1/2 tsk sítrónusafi
1 tsk púðusykur
25 gr smjör
1/2 tsk sambal oelek (thai-krydd)
Aðferð:
Blandið öllu saman og smyrjið þykkar brauðsneiðar með smjörinu. Ristið gullinbrúnt í ofni.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla