Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Það styttist í að 2Guys opnar – Hjalti: „Við stefnum á opnun 1. desember“ – Myndir
Það styttist í að 2Guys opnar en staðurinn flytur í húsnæðið við Laugaveg 105 þar sem hótelið Hlemmur Square var áður til húsa.
Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu, en þeir sem standa að rekstrinum eru Hjalti Vignis og Róbert Aron.
2Guys hefur verið starfræktur sem “pop up” og var síðast í húsnæðinu við Klapparstíg 38 við hliðina á Kalda Bar, en er kominn í framtíðarhúsnæði við Laugaveg 105.
2Guys býður upp á smass hamborgara konsept þar sem áhersla er lögð á djúsi borgara, stökkar franskar og nóg af osti.
„Erum að bíða eftir að leyfin verði klár. Við stefnum á opnun 1. desember næstkomandi.“
Sagði Hjalti í samtali við veitingageirinn.is, aðpurður um formlega opnun 2Guys.
Með fylgja myndir frá staðnum sem teknar voru fyrir rúmlega viku síðan.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið19 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu












