Veitingarýni
Tenerife: það þarf stundum að taka á sig krók. – Veitingarýni
Eins og fjölmargir íslendingar fórum við konan til Tenerife og dvöldum í bænum LOS CRISTIANOS.
Þar eru margir misgóðir veitingastaðir sem reyndar skipta hundruðum og eru flestir með netin úti til að veiða ferðamenn inn á sína staði. Mörgum finnst þetta allt í lagi og eru ekkert að gera miklar kröfur, en svo eru aðrir sem vilja að fá að vera í friði og velja sjálfir og nota t.d. TripAdvisor.
En við gerðum annað, fórum að huga að stöðum sem eru fyrir utan ferðamannastaðanna.
Fyrir valinu varð veitingastaðurinn CASA TAGORO www.casatagoro.com sem er í fjöllunum milli flugvallarins og Ameríkustrandarinnar í 700 metra hæð. Hann er staðsettur í 300 ára gömlu húsi í smábænum Bernilla. Til að komast þangað með leigubíl kostar langt innan við 100 evrur báðar leiðir frá t.d. Amerísku ströndinni.
Þetta er svona 20+ mínútna keyrsla, en ferðin og heimsóknin er þess virði því maturinn og annar viðgjörningur er á sama verði og á ströndinni.
Þessi staður hefur verið nefndur 2 x í Michelin guide og er rómaður. Læt ég fylgja nokkurrar myndir. Hjónin Karin og Gerhard Brodtrager frá Austurríki eiga þennan stað en þau keyptu bara rústirnar af þessu 300 ára gömlu húsi og hafa endurgert það að öllu leiti.
Þarna er aldeilis hægt að gera sér glaðan dag í mat og drykk. Sem allt var borið fram á hvítu postullíni ( ég er svo sem búinn að fá nóg af leir keramiki og flísum í bili a.m.k. ).
Allt þetta var hreinn unaður að neyta með augum, nefi og bragðlaukum. Að sjálfsögðu var borinn fram lystauki og brauð í upphafi máltíðarinnar. Vínlisti er góður.
Þannig að ef þið eruð á Tenerife og langar til að gera vel við ykkur þá er þetta góður kostur og brýtur upp hinn venjulega hverdag sem oft einkennist af stöðum „veiðigildrum“ og gangandi farandsölufólki með hikar ekki við ota að þér varningi svo þú fipist í samræðum við borðfélagana.
Þá dettur mér einnig í hug að, hér áður fyrr þegar fólk ferðaðist eingöngu með ferðaskrifstofum og þá voru ýmsar afþreyingarferðir í boði s.s. grísaveislur o.fl.. en nú sér fólk almennt um sig sjálft.
Og hvers vegna ekki að líta á svona veitingahúsaferð sem frábæra upplifun og gera vel við sig í mat og drykk?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?