Smári Valtýr Sæbjörnsson
Tegundasvik viðgangast
Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að 30% sýna sem starfsmenn MATÍS tóku á tíu veitingastöðum í Reykjavík sýndu að ekki var um þá fisktegund að ræða sem pöntuð hafði verið af matseðli.
Í rannsókninni fóru starfsmenn MATÍS á veitingastaðina, pöntuðu fisk og tóku úr honum sýni sem svo voru erfðagreind.
Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar erlendis sem sýnt hafi svipaða niðurstöðu um tegundasvik.
„Við tókum 27 sýni af 10 veitingastöðum og þar af voru átta sem ekki voru af þeirri tegund sem þær áttu að vera. Það bendir til þess að tegundasvindlið sé svipað hér og víða annars staðar,“
segir Jónas, en nánar um rannsóknina er hægt að lesa í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Starfsmannavelta24 klukkustundir síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla