Uppskriftir
Tandoori kryddlögur
350 gr. grísk jógúrt
1 msk. olía
1 dós tómatpúrra
1 bútur engifer
2 geirar hvítlaukur
2 stk. ferskur eldpipar (chilli)
1/2 tsk. paprikuduft
1/2 tsk. kanilduft
2 tsk. túrmerikduft
2 tsk. garam masala
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
Aðferð:
- Hreinsið engiferið.
- Skerið engifer, eldpipar og hvítlauk smátt eða maukið saman í matvinnsluvél.
- Blandið saman jógúrt, olíu, tómatpúrru, paprikudufti, kanildufti, garam masala og túrmerikdufti ásamt engifer, eldpipar og hvítlauksblöndu og hrærið vel saman.
- Smakkið til með salti og pipar
Höfundur er Steinar Þór Þorfinnsson matreiðslumeistari. Uppskrift þessi var birt í bæklingnum Næring og mataræði.
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum