Uppskriftir
Svona eldar Albert lærissneiðar í raspi
Lærissneiðar í raspi var sunnudagsmatur hjá mörgum á síðustu öld. Mjúkar lærissneiðar með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rabarbarasultu má segja að sé einn af mörgum íslenskum þjóðarréttum. Klassískur bragðgóður matur. Hugsið ykkur ekki tvisvar um gott fólk.
Lærissneiðar i raspi
Lærissneiðar úr einu lambalæri
1,5 dl hveiti
2 egg
2,5 dl rasp
olía
smjör
salt og pipar
Gott er að hafa kjötið við stofuhita. Setjið hveiti í skál, brjótið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur og setjið rasp í þriðju skálina. Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti einum af smjöri. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu. Steikið sneiðarar dágóða stund í olíunni/smjörinu á báðum hliðum þangað þær eru fallega brúnar. Kryddið með salti og pipar. Raðið sneiðunum í eldfast form, hellið restinni af olíunni yfir, setjið álpappír yfir og eldið í 100°C heitum ofni í um klst.
Mynd og höfundur: Albert Eiríksson / alberteldar.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt21 klukkustund síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins