Frétt
Svona á að gera þetta – Samkennarar í Hótel- og matvælaskólanum snöruðu fram glæsilegum gæsapylsum
Þeir félagar og samkennarar í matreiðslu- og kjötiðnaðardeild Hótel- og matvælaskólans, kjötiðnaðarmeistarinn Jóhannes Geir Númason og matreiðslumeistararnir Hermann Þór Marinósson og Sigurður Daði Friðriksson, tókum höndum saman í lok annar og hentu í Gæsagrillpylsur enda sumarið á næsta leiti.
Þeir Hermann og Daði eru miklir veiðimenn og áttu helling af gæsakjöti í frysti sem þeim langaði að útbúa eitthvað spennandi úr.
Eftir gott spjall á kennarastofunni þá var ákveðið að búa til Gæsagrillpylsur.
Kjötið sem notað var kom af lærum og leggjum sem margir eru oft í vandræðum með, en þetta kjöt er einmitt það besta sem hægt er að nota í svona vinnslu.
Alls var til um 20 kg af gæsakjöti, sem var hakkað.
Þar sem að gæsakjöt er mjög magurt, var ráðlegt að nota fitu á móti til að fá safaríkar og góðar pylsur. Búið var til bindifars úr feitu lambakjöti og örlítið af svínakjöti og svo svínafitu, einnig var bætt við grófum osti. Gæsakjötið fór í restina á hrærunni til að hafa hana grófa.
„Þessi tilraun heppnaðist mjög vel enda erum við miklir sérfræðingar á okkar sviði. Í heildina varð þetta um 40 kg af pylsum sem eru hrikalega góðar á grillið og best er að skola þær niður með góðu rauðvíni.
Það var reglulega gaman hjá okkur félögunum og munum við klárlega gera eitthvað svona saman aftur. Enda er þetta kannski liður í því að auka samstarf á milli deilda hér í skólanum.“
Sagði Jóhannes Geir í samtali við veitingageirinn.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt5 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






