Uppskriftir
Svínasulta
Hráefni
4 stk svínaskankar
2-3 stk lárviðarlauf
1 stk laukur
2-3 stk negulnaglar, heilir
10 stk piparkorn, svört
10 stk piparkorn, hvít
salt og vatn
Aðferð
Látið kjötið liggja í vatni yfir nótt og hellið síðan vatninu af. Setjið skankana í pott og hellið köldu vatni yfir. Látið suðuna koma upp og fleytið skúmið af.
Bætið lauk og kryddi út í og sjóðið þar kjötið er laust frá beini.
Sigtið soðið frá og skerið kjötið í bita. Setjið kjötið í skál og og hellið 1/3 af soðinu út í og látið kólna þangað til stífnar.
Hvolfið úr skálinni á fallegt fat og berið svínasultuna fram með rauðrófum og sinnepi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10