Uppskriftir
Svikinn héri úr saltkjöti
1.5 kg kjöt
75 gr. tólg eða smjör
¼ kg soðnar kartöflur
½ L mjólk.
1 egg
pipar
½ L vatn
Saltkjötið er afvatnað vel og saxað 3 sinnum, kartöflur 1 sinni eftir kjötinu. Krydd, hrært og hnoðað, mótað sem hveitibrauð, látið í steikarskúffu, sem smurt er í smjöri.
Smjörbitar eru settir ofan á degið hingað og þangað. Brúnað í ofni. Mjólk og vatn er hitað saman og hellt á hérann þegar hann er brúnaður.
Soðinu er hellt af síðan og notað í sósuna, en hérinn er aftur settur í ofninn litla stund. Kartöflur soðnar eða brúnaðar, grænmeti og brún sósa borin með.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana