Uppskriftir
Svikinn héri úr saltkjöti
1.5 kg kjöt
75 gr. tólg eða smjör
¼ kg soðnar kartöflur
½ L mjólk.
1 egg
pipar
½ L vatn
Saltkjötið er afvatnað vel og saxað 3 sinnum, kartöflur 1 sinni eftir kjötinu. Krydd, hrært og hnoðað, mótað sem hveitibrauð, látið í steikarskúffu, sem smurt er í smjöri.
Smjörbitar eru settir ofan á degið hingað og þangað. Brúnað í ofni. Mjólk og vatn er hitað saman og hellt á hérann þegar hann er brúnaður.
Soðinu er hellt af síðan og notað í sósuna, en hérinn er aftur settur í ofninn litla stund. Kartöflur soðnar eða brúnaðar, grænmeti og brún sósa borin með.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð