Uppskriftir
Svikinn héri úr saltkjöti
1.5 kg kjöt
75 gr. tólg eða smjör
¼ kg soðnar kartöflur
½ L mjólk.
1 egg
pipar
½ L vatn
Saltkjötið er afvatnað vel og saxað 3 sinnum, kartöflur 1 sinni eftir kjötinu. Krydd, hrært og hnoðað, mótað sem hveitibrauð, látið í steikarskúffu, sem smurt er í smjöri.
Smjörbitar eru settir ofan á degið hingað og þangað. Brúnað í ofni. Mjólk og vatn er hitað saman og hellt á hérann þegar hann er brúnaður.
Soðinu er hellt af síðan og notað í sósuna, en hérinn er aftur settur í ofninn litla stund. Kartöflur soðnar eða brúnaðar, grænmeti og brún sósa borin með.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






