Uppskriftir
Svikinn héri úr saltkjöti
1.5 kg kjöt
75 gr. tólg eða smjör
¼ kg soðnar kartöflur
½ L mjólk.
1 egg
pipar
½ L vatn
Saltkjötið er afvatnað vel og saxað 3 sinnum, kartöflur 1 sinni eftir kjötinu. Krydd, hrært og hnoðað, mótað sem hveitibrauð, látið í steikarskúffu, sem smurt er í smjöri.
Smjörbitar eru settir ofan á degið hingað og þangað. Brúnað í ofni. Mjólk og vatn er hitað saman og hellt á hérann þegar hann er brúnaður.
Soðinu er hellt af síðan og notað í sósuna, en hérinn er aftur settur í ofninn litla stund. Kartöflur soðnar eða brúnaðar, grænmeti og brún sósa borin með.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið7 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






