Uppskriftir
Svikinn héri úr saltkjöti
1.5 kg kjöt
75 gr. tólg eða smjör
¼ kg soðnar kartöflur
½ L mjólk.
1 egg
pipar
½ L vatn
Saltkjötið er afvatnað vel og saxað 3 sinnum, kartöflur 1 sinni eftir kjötinu. Krydd, hrært og hnoðað, mótað sem hveitibrauð, látið í steikarskúffu, sem smurt er í smjöri.
Smjörbitar eru settir ofan á degið hingað og þangað. Brúnað í ofni. Mjólk og vatn er hitað saman og hellt á hérann þegar hann er brúnaður.
Soðinu er hellt af síðan og notað í sósuna, en hérinn er aftur settur í ofninn litla stund. Kartöflur soðnar eða brúnaðar, grænmeti og brún sósa borin með.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar20 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






