Markaðurinn
Svandís tekur við Fastus lausnum
Svandís Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri Fastus lausna, söludeild innan Fastus sem þjónustar fyrirtæki, hótel og stóreldhús.
Svandís býr yfir 18 ára reynslu úr alþjóðlegu umhverfi í lyfja- og matvælavinnsluiðnaði. Undanfarin ár hefur hún verið í leiðandi hlutverki í stofnun og rekstri alþjóðlegs söluteymis innan Marel og tekið þátt í innleiðingu nýrra fyrirtækja. Þar áður starfaði hún í lyfjaiðnaði við sölu og viðskiptaþróun hjá Medis ehf og Lyfjaskráningar hjá STADA Arzneimittel AG í Þýskalandi og Actavis.
Áður en Svandís kom til Fastus starfaði hún sem verkefnastjóri innleiðingar stefnu hjá Veitum ohf. Svandís er matvælafræðingur að mennt.
Skipulagsbreytingar hafa átt sér stað hjá Fastus sem mun nú reka þrjár sérhæfðar deildir sem eru Fastus heilsa, Fastus lausnir og Fastus expert.
,,Við bjóðum Svandísi velkomna til starfa hjá Fastus en hún kemur með mikla reynslu og þekkingu sem eykur enn frekar á styrk félagsins. Fastus hefur ákveðið að snúa aftur að því skipulagi sem hefur reynst félaginu og viðskiptavinum þess best.
Framvegis starfar Fastus sem ein heild með þremur sérhæfðum deildum, þar sem hver og ein leggur áherslu á sitt svið. Þetta fyrirkomulag skapar skýrari áherslur, einfaldari samskipti og sterkara samstarf við viðskiptavini,“
segir Guðrún Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Fastus.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓX í Reykjavík fær græna Michelin-stjörnu
-
Nemendur & nemakeppni6 dagar síðan
Sögulegt sveinspróf í matreiðslu á Akureyri – Ingibjörg Bergmann: „Það er svo frábært fólk í þessum geira“ – Myndaveisla
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Sjálfbærar íslenskar grænsprettur Rækta Microfarm á leið inn í bestu eldhús landsins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Handverksframleiðsla í hæsta gæðaflokki: Einstök vínsmökkun með Sóleyju Björk á Uppi bar
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Háklassa gufusteikingarofnar fyrir stóreldhús – á hálfvirði
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
31 milljón króna koníak – þroskast undir yfirborði sjávar
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Salt Bae í fjárhagsvandræðum
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðan
Alþjóðlegi gin dagurinn fagnaður með stæl á Kokteilbarnum og Monkey’s