Vertu memm

Veitingarýni

Sushi – Höllin / Magnús Jón Magnússon – Veitingarýni

Birting:

þann

Sushi - Höllin / Magnús Jón Magnússon - Veitingarýni

Nú á dögunum var Magnús Jón Magnússon gestakokkur á veitingastaðnum Höllin á Ólafsfirði þar sem hann bauð upp á sushi.

Magnús Jón Magnússon hefur starfað í veitingabransanum til fjölda ára, á Friðrik V, Rub23, Sushi Corner svo fátt eitt sé nefnt.

Allt sushi var selt út úr húsi (brottnámsbakkar), en matseðillinn var eftirfarandi:

12 bita blandaður bakki
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki og Kaburimaki
3110 kr

14 bita blandaður bakki
Blanda af Nigiri, Uramaki og Kaburimaki
4290 kr

24 bita blandaður bakki (f/tvo)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Kaburimaki
6990 kr

36 bita blandaður bakki (f/ 2-4)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki, 2x Kaburimaki
8990 kr

60 bita blandaður bakki (f/ 4-5)
Blanda af Nigiri, Uramaki, Futumaki, 3x Kaburimaki
15500 kr

Djúpsteikt tempura rúlla með rækjum (10 bitar)
m/ chili mæjó, vorlauk og unagi sósu
2990 kr

Surf & Turf kaburimaki rúlla (8 stk)
m/chili mæjó, vorlauk og magic pepper og unagi sósu
2590 kr

Þar sem fátt er um sushi á matseðlum á veitingastöðum á Norðurlandi nema þá á Akureyri, þá var sushi kærkomin viðbót í veitingaflóruna.

Greinilega vel sótt, en þegar fréttamann bar að garði, þá var biðröð og öllum sóttvarnarreglum var fylgt eftir og pantanirnar (brottnámsbakkarnir) víðsvegar um veislusalinn vel merktir hverjum og einum.

Sushi - Höllin / Magnús Jón Magnússon - Veitingarýni

Við pöntuðum okkur eftirfarandi:

14 bita blandaður bakki, blanda af Nigiri, Uramaki og Kaburimak
4290 kr.

Surf & Turf kaburimaki rúlla (8 stk)
m/chili mæjó, vorlauk og magic pepper og unagi sósu
2590 kr.

Djúpsteikt tempura rúlla með rækjum (10 bitar)
m/ chili mæjó, vorlauk og unagi sósu
2590 kr

Virkilega gott sushi, ekki vottur af kælimeðferð á hrísgrjónunum, greinilega allt unnið sama daginn. Surf & Turf bitarnir voru sterkir og góðir og gott jafnvægi á bragði.

Wasabi og engifer var þetta klassíska sem hægt er að kaupa í næstu búð. Var reyndar ekki viss hvaða soyasósa þetta var, en hún var mild og ekki of dómerandi.

Í heildina, alveg til fyrirmyndar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið