Uppskriftir
Súkkulaðikaka (frönsk) með vanillusósu
Deigið passar í 1 kringlótt pappaform – minni gerð.
37 g mjólk
50 g rjómi
Soðið
160 g súkkulaði
87 g smjör mjúkt ósaltað
20 g flórsykur
Bætt út í heita rjómablönduna
2 stk egg
1 stk eggjarauða
40 g sykur
slegið létt saman og blandað varlega saman við deigið
Sett í hringi eða form (sem búið er að fita og mjöla) og bakað við 200°C í 10 – 15 mínútur (fer eftir formum, passa að ofbaka ekki. Kakan á að vera blaut í miðju!!)
Vanillusósa
75 g rjómi
75 g mjólk
Hitað að suðu
30 g eggjarauður
19 g sykur
½ vanillustöng
Eggjarauður, sykur og fræin úr vanillustönginni þeytt lítillega. Öllu blandað saman og hitað að 85°C. Passa að sjóða ekki!
Höfundur er: Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi