Uppskriftir
Súkkulaðikaka (frönsk) með vanillusósu
Deigið passar í 1 kringlótt pappaform – minni gerð.
37 g mjólk
50 g rjómi
Soðið
160 g súkkulaði
87 g smjör mjúkt ósaltað
20 g flórsykur
Bætt út í heita rjómablönduna
2 stk egg
1 stk eggjarauða
40 g sykur
slegið létt saman og blandað varlega saman við deigið
Sett í hringi eða form (sem búið er að fita og mjöla) og bakað við 200°C í 10 – 15 mínútur (fer eftir formum, passa að ofbaka ekki. Kakan á að vera blaut í miðju!!)
Vanillusósa
75 g rjómi
75 g mjólk
Hitað að suðu
30 g eggjarauður
19 g sykur
½ vanillustöng
Eggjarauður, sykur og fræin úr vanillustönginni þeytt lítillega. Öllu blandað saman og hitað að 85°C. Passa að sjóða ekki!
Höfundur er: Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum
-
Bocuse d´Or18 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin







