Uppskriftir
Súkkulaðikaka (frönsk) með vanillusósu
Deigið passar í 1 kringlótt pappaform – minni gerð.
37 g mjólk
50 g rjómi
Soðið
160 g súkkulaði
87 g smjör mjúkt ósaltað
20 g flórsykur
Bætt út í heita rjómablönduna
2 stk egg
1 stk eggjarauða
40 g sykur
slegið létt saman og blandað varlega saman við deigið
Sett í hringi eða form (sem búið er að fita og mjöla) og bakað við 200°C í 10 – 15 mínútur (fer eftir formum, passa að ofbaka ekki. Kakan á að vera blaut í miðju!!)
Vanillusósa
75 g rjómi
75 g mjólk
Hitað að suðu
30 g eggjarauður
19 g sykur
½ vanillustöng
Eggjarauður, sykur og fræin úr vanillustönginni þeytt lítillega. Öllu blandað saman og hitað að 85°C. Passa að sjóða ekki!
Höfundur er: Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum

-
Keppni2 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna1 dagur síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata