Uppskriftir
Súkkulaðikaka (frönsk) með vanillusósu
Deigið passar í 1 kringlótt pappaform – minni gerð.
37 g mjólk
50 g rjómi
Soðið
160 g súkkulaði
87 g smjör mjúkt ósaltað
20 g flórsykur
Bætt út í heita rjómablönduna
2 stk egg
1 stk eggjarauða
40 g sykur
slegið létt saman og blandað varlega saman við deigið
Sett í hringi eða form (sem búið er að fita og mjöla) og bakað við 200°C í 10 – 15 mínútur (fer eftir formum, passa að ofbaka ekki. Kakan á að vera blaut í miðju!!)
Vanillusósa
75 g rjómi
75 g mjólk
Hitað að suðu
30 g eggjarauður
19 g sykur
½ vanillustöng
Eggjarauður, sykur og fræin úr vanillustönginni þeytt lítillega. Öllu blandað saman og hitað að 85°C. Passa að sjóða ekki!
Höfundur er: Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana