Uppskriftir
Súkkulaðikaka (frönsk) með vanillusósu
Deigið passar í 1 kringlótt pappaform – minni gerð.
37 g mjólk
50 g rjómi
Soðið
160 g súkkulaði
87 g smjör mjúkt ósaltað
20 g flórsykur
Bætt út í heita rjómablönduna
2 stk egg
1 stk eggjarauða
40 g sykur
slegið létt saman og blandað varlega saman við deigið
Sett í hringi eða form (sem búið er að fita og mjöla) og bakað við 200°C í 10 – 15 mínútur (fer eftir formum, passa að ofbaka ekki. Kakan á að vera blaut í miðju!!)
Vanillusósa
75 g rjómi
75 g mjólk
Hitað að suðu
30 g eggjarauður
19 g sykur
½ vanillustöng
Eggjarauður, sykur og fræin úr vanillustönginni þeytt lítillega. Öllu blandað saman og hitað að 85°C. Passa að sjóða ekki!
Höfundur er: Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum