Vertu memm

Uppskriftir

Súkkulaðikaka (frönsk) með vanillusósu

Birting:

þann

Súkkulaði

Deigið passar í 1 kringlótt pappaform – minni gerð.

37 g mjólk

50 g rjómi

Soðið


160 g súkkulaði

87 g smjör mjúkt ósaltað

20 g flórsykur

Bætt út í heita rjómablönduna


2 stk egg

1 stk eggjarauða

40 g sykur

slegið létt saman og blandað varlega saman við deigið

Sett í hringi eða form (sem búið er að fita og mjöla) og bakað við 200°C í 10 – 15  mínútur (fer eftir formum, passa að ofbaka ekki. Kakan á að vera blaut í miðju!!)

Vanillusósa

75 g rjómi

75 g mjólk

Hitað að suðu


30 g eggjarauður

19 g sykur

½  vanillustöng

Eggjarauður, sykur og fræin úr vanillustönginni þeytt lítillega. Öllu blandað saman og hitað að 85°C. Passa að sjóða ekki!

Hótel- og matvælaskólinn - Ásgeir Þór Tómasson

Ásgeir Þór Tómasson

Höfundur er: Ásgeir Þór Tómasson bakari og fagstjóri bakaradeildar hjá Hótel og matvælaskólanum

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið